top of page
IMG_4435.JPG

Grunnbúðir Everest í gegnum Gokyo Lake 2025

Epískt ferðalag um Himalaya fjallgarðinn. Gönguferð í grunnbúðir Everest um Gokyo lake er ekki eins fjölfarin og hin venjulega gönguleið í grunnbúðir. Þetta er hringferð og á gönguleiðinni munt þú sjá átta af tíu hæstu tindum heims, fagur þorp, klaustur, einstaka og fjölbreytt menning sjerpana og Sagarmatha þjóðgarðinn sem er með sjaldgæfum gróðri og dýralífi í útrýmingarhættu.

 

Þessi magnaða ferð er ekki bara gönguferð í grunnbúðir heldur er einnig gengið á Gokyo Ri tindinn sem er í 5.357 metra hæð, Cho La fjallskarðið sem er í 5.420 metra hæð  og Kala Pattar sem er í 5.545 metra hæð. Kala Pattar er þekkt fyrir einstakt útsýni á fimm helstu tinda yfir 8.000m (Mt. Everest, Lhotse, Cho Oyu , Lhotse-Shar og Makalu). Töfrandi landslang og stórkostlegt útsýni yfir stærsta jökul Himalaya; Ngozumpa.

Göngudagarnir eru miserfiðir og þetta geta verið langir og krefjandi göngudagar í hæð. Þátttakendur þurfa að vera í mjög góðu formi fyrir þessa ferð. Þótt að farangur sé trússaður á milli gististaða þá eru sumar dagsleiðirnar krefjandi. A.T.H þetta eru 14 göngudagar og 9 göngudagar yfir 4000 metra hæð.

Hápunktur ferðarinnar:

  • Ævintýralegt þyrluflug til Lukla sem er hæsti flugvöllur í heimi

  • Namche Bazaar - höfuðborg sjerpana

  • Sagarmatha þjóðgarðurinn (UNESCO heimsminjaskrá)

  • Tilkomumikið útsýni yfir Khumbu jökulinn

  • Everest grunnbúðir (5.364m)

  • Ótrúlegt útsýni frá Gokyo Ri (5.357m)

  • Gokyo dalurinn, Gokyo vatn og Cho La Pass (5.420m)

  • Einstakt útsýni frá Kala Patthar (5.545m)

  • Töfrandi útsýni yfir Everest (8.849m) og aðra stórkostlega 8.000m tinda

bottom of page