
Gönguhópar
Fjallasæla - gönguhópur ætlaður fólki sem vill njóta en ekki þjóta og hafa gaman á fjöllum!
Fjallasæla er gönguhópur fyrir þau sem vilja gera útivist að lífsstíl og halda sér í góðu fjallgönguformi. Markmiðið er að njóta íslenskrar náttúru, upplifa fjallasæluna í góðum félagsskap og kynnast nýjum, fjölbreyttum gönguleiðum víðs vegar um landið.
Hópurinn er ætlaður fólki sem hefur reynslu af fjallgöngum og er í ágætis líkamlegu formi.
Við göngum annan hvern miðvikudag og annan hvern laugardag í sömu viku – og tökum frí hina vikuna.
Fjallasæla sameinar áskorun, samveru og náttúrufegurð – því það er fátt sem gleður eins og dagur á fjöllum í góðum hópi.
Kvennafjör - gönguhópur fyrir vanar útivistar konur!
Kvennafjör er gönguhópur ætlaður konum sem hafa reynslu af útivist og njóta þess að vera á ferð í náttúrunni. Við leggjum upp í skemmtilegar göngur þar sem samvera, styrkur og fjör eru í fyrirrúmi.
Hópurinn er ætlaður konum sem hafa reynslu af fjallgöngum. Við göngum annan hvern þriðjudag og annan hvern laugardag í sömu viku – og tökum frí hina vikuna.
Ef þú elskar útivist, fjöll og góða félagsskap kvenna með sama áhugamál, þá er Kvennafjör hópurinn fyrir þig!
Laugardagsfjör - þegar vel viðrar á fjöllum
Laugardagsfjör er gönguhópur fyrir fjallafólk sem elskar að nýta góða veðradaga til lengri ferða í íslenskri náttúru.
Við göngum aðeins þegar veðurspáin lofar góðu og veljum þá besta svæðið til göngu hverju sinni – því fjallasæluna má njóta best þegar aðstæður eru ákjósanlegar.
Hópurinn er ætlaður fólki sem hefur reynslu af fjallgöngum og kunnáttu í notkun ísaxar og jöklabrodda.
Markmiðið er að hafa gaman á fjöllum, efla þol og þekkingu, og njóta samvista í góðum hópi útivistarfólks sem kann að meta kraft náttúrunnar.
Laugardagsfjör er fyrir þá sem vilja ganga lengra – en aðeins þegar veðrið leikur við fjöllin. Hægt að sækja um aðgang að FB hópi hér: https://www.facebook.com/groups/2763385667169779
HÆTTU AÐ HANGA OG KOMDU AÐ GANGA !
Tímabil: 17.1 - 21.6.2026
Tímabil: Allt árið
Tímabil: 24.1 - 14.6.2026

_edited.jpg)
_JPG.jpg)