top of page
IMG_3632 (1)_edited.jpg

Gönguhópar

Ferðasetrið verður með þrjá gönguhópa árið 2024 - 2025

Fjallasæla er gönguhópur fyrir þau sem vilja gera útivist að lífsstíl og halda sér í góðu fjallgöngu formi allt árið. Markmiðið er að hafa gaman á fjöllum, njóta íslenskrar náttúru í skemmtilegum hópi og kynnast nýjum og fjölbreyttum gönguleiðum. Gönguhópurinn er ætlaður þeim sem hafa REYNSLU af fjallgöngum og eru í ÁGÆTIS formi.​ Gengið er annað hvert miðvikudagskvöld og annan hvern laugardag.

Kvennafjör er gönguhópur fyrir konur sem vilja hafa gaman á fjöllum og njóta íslenskrar náttúru í hópi kvenna. Markmiðið er að kynnast nýjum og fjölbreyttum gönguleiðum á ákveðnum svæðum. Á hverri önn er eitt svæði tekið fyrir, fræðumst um land og sögu þess svæðis. Hópurinn er ætlaður þeim sem vilja njóta í hópi kvenna á fjöllum. Við byrjum verkefnið í febrúar þegar sólin er farin að hækka á lofti og endar í maí.

Laugardagsfjör - þegar vel viðrar á fjöllum er gönguhópur sem gengur einn laugardag í hverjum mánuði og ein helgarferð í ágúst. ÞAÐ VERÐUR BARA GENGIÐ ÞEGAR VIÐRAR VEL TIL FJALLA og við veljum besta svæðið til göngu eftir veðurspá.

Markmiðið er að hafa gaman á fjöllum í lengri göngum á laugardögum, njóta íslenskrar náttúru í skemmtilegum hópi þegar spáin er góð. Verkefnið er frá september 2024 - ágúst 2025

HÆTTU AÐ HANGA OG KOMDU AÐ GANGA !

IMG_0647.jpg

 

Tímabil: 25.1 - 22.6.2025

IMG_7673.jpg

Tímabil: 14.09. 2024 - 17.08.2025

bottom of page