
Kvennafjör - Vor 2026 - Snemmskráning til 12.1.2026 Verð 55.000 kr
Kvennafjör - gönguhópur fyrir vanar útivistar konur!
Kvennafjör er að byrja sitt þriðja ár saman. Gönguhópurinn ætlaður konum sem hafa reynslu af útivist og njóta þess að vera á ferð í náttúrunni. Við leggjum upp í skemmtilegar göngur þar sem samvera, styrkur og fjör eru í fyrirrúmi.
Hópurinn er ætlaður konum sem hafa reynslu af fjallgöngum. Við göngum annan hvern þriðjudag og annan hvern laugardag í sömu viku – og tökum frí hina vikuna.
Ef þú elskar útivist, fjöll og góða félagsskap kvenna með sama áhugamál, þá er Kvennafjör hópurinn fyrir þig!
Gengið er annan hvern þriðjudag og annan hvern laugardag í sömu viku og frí hina. Þriðjudagsgöngurnar byrja kl.18 og laugardagsgöngunar kl.9/10. Þátttakendur koma sér sjálfir á upphafsstað göngu en það er alltaf í boðið að keyra í samfloti og sameinast í bíla. Alls eru þetta 14 göngur og ein helgi: 7 þriðjudagsgöngur, 7 laugardagsgöngur og ein helgi. Fyrsta ganga hópsins er laugardaginn 24. janúar 2026. Seinasta laugardagsganga hópsins er laugardaginn 2. maí þá verður gengið á Þríhyrning í Fljótshlíð og við ætlum að enda í nýja baðlóninu við Laugarás. Síðan verður í boði helgarferð með jóga og göngum: Kvennagleði á Ströndum í júní 2026.
Gönguhópurinn er með FB hóp en tölvupóstur verður sendur á þátttakendur á mánudegi fyrir þriðjudagsgöngunar og á fimmtudegi fyrir laugardagsgöngunar. Ef veðrið er ekki hagstætt á laugardegi þá kemur til greina að færa gönguna yfir á sunnudag eða helgina þar á eftir. Við veljum svæði/fjöll eftir veðri. Þau fjöll sem koma til greina þessa önnina verða:
Þriðjudagsgöngur: Arnarfell, Brautarholtsborg, Hádegisfjall, Hafrahlíð, Hjálmur, Leirvogsgljúfur, Litli Meitill, Lokufjall, Sauðdalahnúkar, Skálafell, Skógar og Strípshringur, Sólarhringur og Stardalshnúkar.
Laugardagsgöngur: Akrafjall hringur, Ármannsfell, Búrfell, Eyrarfjall, Gráhnúkur og Móskörð, Hestfjall, Mosfellsheiði, Skarðsfjall, Skálatindur, Tindstaðahnúkur, Trana, Vörðufell og Þórnýjartindur
Laugardaginn 2. maí 2026 - Göngum við á Þríhyrning Fljótshlið og förum í nýja baðlónið í Laugarás*.
Helgarferð í júní 2026: Kvennagleði á Ströndum: Jóga og göngur**
Dagsetningar:
Janúar: Laugardagurinn 24.1
Febrúar: Þriðjudagurinn 3.2 og 17.2. Laugardagurinn 7.2 og 21.2
Mars: Þriðjudagurinn 3.3, 17.3 og 31.3. Laugardagurinn 7.3 og 21.3
Apríl: Þriðjudagurinn 14.4 og 28.4. Laugardagurinn 18.4
Maí: Laugardagurinn 2.5
Júní: Helgarferð 11-14.6.2026**
Verð: 69.900 - snemmskránig til 6.1.2026: Verð 55.000 kr.
*Baðlón Laugarási greiðis sér
**Gisting greiðist sér
Hægt að skipta greiðslum vaxtalaust í 3 mánuði, greiða 5.1, 5.2 og 5.3. Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði
Fararstjórn: Edith Gunnars og aðrir fararstjórar Ferðasetursins









