top of page
eyJidWNrZXQiOiAicnV2LXByb2QtcnV2aXMtcHVibGljIiwgImtleSI6ICJtZWRpYS9wdWJsaWMvb3JpZ2luYWxfaW

Sumarsólstöður á Ströndum
18-21. júní 2026

18. júní 2026
4 dagar

Sumarsólstöður á Ströndum - Þar sem vegurinn endar og sólin setst í hafið. Komdu með okkur norður á Strandir – þar sem kyrrðin ríkir, fjöllin teygja sig til himins og sumarsólin sest ekki. Við bjóðum langa helgi með göngum, sjósundi, jóga, gong tónheilun og slökun. Fullkomin náttúrutenging og gleði á einum fallegasta og kyrrllátasta stað landsins.

Á dagskrá:
• Fjallgöngur á glæstilega tinda 
• Sjósund í tærum og lífgefandi Norður-Atlantshafinu

• Sund í Krossneslaug
• Jóga og gong-slökun í óbyggðum
• Grillveisla seinasta kvöldið

Leiðirnar okkar:
 

Við göngum á nokkra fegurstu tinda og leiðir svæðisins:
• Kálfatindar – stórbrotið útsýni yfir firði og fjallagarða
• Lambatindur – ein fallegasti tindurinn á Ströndum
• Kaldbakshorn – dramatísk brún með sjávarblámanum undir
• Djúpavatnshringur

Komdu með okkur norður á Strandir – í ferð þar sem þú hlúir að líkama og huga á lengsta degi ársins.

Greiða þarf staðfestingargjald til að festa sæti við bókun, staðfestingargjaldið er x kr og er óendurkræft. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is

Í þessa ferð þarf lámark 16 manns 

Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir og Elinas Jackson

Innifalið

  • Undirbúningsfundur

  • Kvöldmatur

  • Grillveisla

  • 2 Fararstjórar

Ekki innifalið

  • Akstur á Norðurfjörð

  • Gisting (tilvalið að nýta tjaldsvæði, fellhýsi, hjólhýsi eða hótel á nálægum svæðum)

  • Nesti í göngum

  • Morgunmatur

  • Forfallatrygging

  • Ferða og slysatrygging

Dagskrá ferðar – Júní 2026

Dagur 1 – 18. júní - Reykjavík → Norðurfjörður → Krossnesfjall

Ferðadagur. Kvöldganga á Krossnessfjall og sund í Krossneslaug

  • Gönguvegalengd: 6 km

  • Hækkun: 600 m

  • Tími: ca. 3,5 klst

Innifalið: Leiðsögn og sund

Dagur 2 – 19. júní - Kaldbakshorn → Ingólfsfjörður

Sjósund fyrir morgunmat. Morgunmatur og ganga á Kaldbakshorn. Eftir gönguna er boðið upp á jóga og gong tónheilun í Ingólfsfirði. Kvöldmatur.

  • Gönguvegalengd: 11 km

  • Hækkun: 600 m

  • Tími: ca. 4 klst

Innifalið: Leiðsögn · Sjósund · Jóga og tónheilun · Kvöldmatur

Dagur 3 – 20. júní - Glissa

Sjósund fyrir morgunmat. Morgunmatur og ganga á Glissu. Eftir gönguna er boðið upp á jóga og gong tónheilun fyrir kvöldmat.

  • Gönguvegalengd: 15 km

  • Hækkun: 650 m

  • Tími: ca. 8 klst

Innifalið: Leiðsögn · Sjósund · Jóga og tónheilun · Grillveisla

Dagur 4 – 21. júní - Djúpavíkurhringur → Heimför

Sjósund fyrir morgunmat. Morgunmatur og Djúpavíkurhringur gengin fyrir  heimför

  • Gönguvegalengd: 6 km

  • Hækkun: 550 m

  • Tími: ca. 3 klst

Innifalið: Leiðsögn · Sjósund

bottom of page