top of page
Hornstrandir-hornbjarg-all-glory-1336444712_edited.jpg

Lúxus á Hornströndum 16-19. júlí 2026

16. júlí 2026
4 dagar
139.000 kr

Upplifðu einstaka náttúru Hornstranda í ferð sem sameinar hreyfingu, hugarró og einstaka náttúru. Ferðin hefst með siglingu í Látravík þar sem stórbrotin náttúra og ósnortnir víðernir taka á móti þér.

 

Hornstrandir bjóða upp á stórbrotið útsýni yfir fjöll, dali og ósnortin víðerni Hornstranda. Lögð er áhersla á hæfilegan gönguhraða svo allir fái notið hverrar stundar. En dagarnir eru mislangir og miskrefjandi. 

Gist er í sögufræga Hornbjargsvita á svæðinu þar sem kyrrðin og fegurðin skapar fullkomið umhverfi fyrir hvíld og endurnýjun.

Við mælum með að þátttakendur hafi almenna útivistargetu og séu í gòðu líkamlegu formi.

Komdu með okkur og upplifðu töfra Hornstranda þar sem friðsældin og stórbrotið landslag sameinast í ógleymanlegri ferð sem endurnærir bæði líkama og sál.

Greiða þarf staðfestingargjald til að festa sæti við bókun, staðfestingargjaldið er 39.000 kr og er óendurkræft. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is

Í þessa ferð þarf lámark 16 manns 

Fararstjórn: Hafrún Dögg Hilmarsdóttir og Jóhanna Fríða Dalkvist

Verð: 139.000 kr

Innifalið

  • Undirbúningsfundur

  • Sigling frá Norðurfirði í Látravík

  • Sigling frá Látravík til Norðurfjarðar

  • Gisting í 3 nætur í Hornbjargsvita

  • Morgun- og kvöldverður

  • Grillveisla

  • Kaffi, te og kakó

  • 2 Fararstjórar

Ekki innifalið

  • Akstur á Norðurfjörð

  • Nesti í göngum

  • Forfallatrygging

  • Ferða og slysatrygging

Dagskrá ferðar – Júlí 2026

Dagur 1 – 16. júlí - Norðurfjörður → Smiðjuvík → Látravík

Hópurinn hittist á Norðurfirði. Siglt með farangur í Látravík en hópurinn fer úr bátnum í Smiðjuvík. Göngum að fossinum Drífandi og þaðan í Látravíkina þar sem við komum okkur fyrir í vitanum

  • Gönguvegalengd: 11 km

  • Hækkun: 500 m

  • Tími: ca. 6 klst

Innifalið: Sigling og trúss á farangri · Gisting í vita · Kvöldmatur

Dagur 2 – 17. júlí - Látravík → Hornbjarg → Látravík

Eftir morgunverð göngum við umhverfis Hornbjargið. Þetta er erfiðasti dagurinn í ferðinni. Gengið út frá Hornbjargsvita um Almannaskarð, meðfram brúnum undir Eilífstindi, á Kálfatind (ef veður leyfir), yfir Miðfell og út á Horn og til baka í vitann. 

  • Gönguvegalengd: 19 km

  • Hækkun: 1000 m

  • Tími: ca. 10 klst

Innifalið: Gisting í vita · Morgunmatur · Kvöldmatur

Dagur 3 – 18. júlí - Látravík → Hornvík → Látravík

Eftir morgunverð göngum við í Hornavík, förum í sjósund og göngum aftur í Hornbjargsvita. Grillveisla um kvöldið

  • Gönguvegalengd: 15 km

  • Hækkun: 650 m

  • Tími: ca. 8 klst

Innifalið: Gisting í vita · Morgunmatur · Grillveisla

Dagur 4 – 19. júlí - Látravík → Norðurfjörður → Kálfatindar

Eftir morgunmat pökkum við saman dótinu okkar og njótum umhverfisins á meðan við bíðum eftir bátnum. Þegar við komum til Norðurfjarðar göngum við á Kálfatinda 656 metra hæð. Tilvalið að skella sér í Krossneslaugina fyrir heimför og jafnvel gista á hótel Djúpavík.

  • Gönguvegalengd: 5 km

  • Hækkun: 650 m

  • Tími: ca. 3 klst

Innifalið: Sigling · Morgunmatur 

bottom of page