
Lúxus í Hlöðuvík: Göngur, jóga og bíó
22. júlí 2026
4 dagar
149.000 kr
Komdu með í einstaka ferð þar sem kyrrð ósnortinnar náttúru, hreyfing, hugarró og kvikmyndalist renna saman í eitt. Hlöðuvík býður upp á ógleymanlega upplifun á einum af dularfyllstu og fallegustu stöðum landsins.
Við byrjum daginn á mildum jógaæfingum sem vekja líkamann og stilla hugann fyrir komandi ævintýri. Eftir dýrindis morgunverð leggjum við af stað í göngu þar sem við njótum útsýnisins yfir fjöll, dali og ósnortin víðerni Hornstranda.
Lögð er áhersla á hæfilegan gönguhraða svo allir fái notið hverrar stundar. En dagarnir eru mislangir og mis krefjandi.
Kvöldin eru tileinkuð slökun með endurnærandi jóga og hugleiðslu sem hjálpa þér að tengjast sjálfum þér og náttúrunni enn dýpra. Gist er í húsum á svæðinu þar sem kyrrðin og fegurðin skapar fullkomið umhverfi fyrir hvíld og endurnýjun.
Við mælum með að þátttakendur hafi almenna útivistargetu og séu í gòðu líkamlegu formi.
Komdu með okkur og upplifðu einstaka náttúru þar sem friðsældin og stórbrotið landslag sameinast í ógleymanlegri ferð sem endurnærir bæði líkama og sál.
Greiða þarf staðfestingargjald til að festa sæti við bókun, staðfestingargjaldið er 39.000 kr og er óendurkræft. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is
Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir, Elinas Jackson og Gunnar Ingi Halldórsson
Verð: 149.000 kr
Innifalið
-
Undirbúningsfundur
-
Sigling frá Ísafirði í Hornvík
-
Sigling frá Hesteyri til Ísafjarðar
-
Gisting í 3 nætur í húsum
-
Morgun- og kvöldverður
-
Grillveisla
-
Bíó - Hornstrandir Film Festival Eyja
-
Kaffi, te og kakó
-
Jóga (fer eftir veðri)
-
3 Fararstjórar
Ekki innifalið
-
Akstur í Bolungarvík
-
Nesti í göngum
-
Forfallatrygging
-
Ferða og slysatrygging
Dagskrá ferðar – Júlí 2026
Dagur 1 – 22. júlí - Ísafjörður → Hornvík
Hópurinn hittist á Ísafirði Siglt með farangur í Hlöðuvík en hópurinn fer úr bátnum í Hornvík.
Við hefjum gönguna í Hornvík, umlukin háum björgum og dramatískum strandlínum sem teljast með þeim fegurstu á Íslandi. Við göngum upp á milli víkna þar sem við njótum stórfenglegs útsýnis yfir Hornbjargið, fuglalífið og hafið sem breytir litum eftir birtu og veðri. Við göngum niður í Hlöðuvíkina þarna má finna kyrrð sem erfitt er að lýsa með orðum. Í Hlöðuvíkinni komum við okkur fyrir, slökum á eftir daginn og njótum þess að vera komin á einn friðsælasta stað Hornstranda. Gong slökun í lok dags.
-
Gönguvegalengd: 12 km
-
Hækkun: 600 m
-
Tími: ca. 6 klst
Innifalið: Sigling og trúss á farangri · Gisting í húsum · Gong slökun · Kvöldmatur
Dagur 2 – 23. júlí - Hlöðuvík → Hælavíkurbjarg
Eftir morgunmat göngum við á Hælavíkurbjarg. Á Hælavíkurbjargi bíður okkar eitt tilkomumesta sjávarbjarg Íslands – háar brúnir, fuglalíf og víðátta sem tekur andann frá manni. Gong slökun í lok dags
-
Gönguvegalengd: 18 km
-
Hækkun: 700 m
-
Tími: ca. 9 klst
Innifalið: Gisting í vita · Morgunmatur · Gong slökun · Kvöldmatur
Dagur 3 – 24. júlí - Hlöðuvík → Hælavík → Bíó
Eftir morgunverð göngum við í Hælavík. Stutt, falleg en fjölbreytt leið milli tveggja af kyrrlátustu víkum Hornstranda. Þegar haldið er niður í Hælavík opnast víðáttumikið útsýni yfir strandlengjuna og hafið. Í lok göngu er tilvalið að skella sér í sjósund áður en við förum í Gong slökun undir berum himni. Seinni partinn fáum við að sjá myndina Eyja - Hornstrandir Film Festival
-
Gönguvegalengd: 6 km
-
Hækkun: 450 m
-
Tími: ca. 4 klst
Innifalið: Gisting í húsi · Morgunmatur · Gong slökun · Bíó · Grillveisla
Dagur 4 – 19. júlí - Hlöðuvík → Hesteyri → Ísafjörður
Eftir morgunmat pökkum við saman dótinu okkar og skiljum það eftir, trúss á farangri til Ísafjarðar. Göngum frá Hlöðuvíl til Hesteyrar, falleg leið sem sameinar dali, fjallaskörð og söguríkt svæði við Hesteyri. Gönguleiðin býður upp á víðáttumikið útsýni yfir dali og fjöll Hornstranda áður en gengið er niður í Hesteyri
-
Gönguvegalengd: 17 km
-
Hækkun: 650 m
-
Tími: ca. 8 klst
Innifalið: Sigling · Trúss á farangri · Morgunmatur





