NOTENDASKILMÁLAR
Notandi: Sá sem kaupir þjónustu hjá Ferðasetrinu
Almennar upplýsingar um Ferðasetrið:
Ferðasetrið ehf
kt. 630523-1170
Eigandi og rekstraraðili vefsins: ferdasetrid.is: Ferðasetrið (Hér eftir talað um sem Ferðasetrið)
Vefsíða: ferdasetrid.is
1. Almennt
Ferðasetrið býður upp á gönguferðir innanlands og erlendis, ásamt aðild að gönguhópum. Ferðasetrið áskilur sér rétt til að breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, fresta ferð og hætta við ferð ef þátttaka í ferð er ekki næg.
Ferðasetrið tryggir hvorki farþega né farangur þeirra. Þátttakendur sem ferðast með Ferðasetrinu eru á eigin ábyrgð. Farþegar eru hvattir til þess að kaupa sér ferða-, forfalla- og slysatryggingu og kynna sér þessar tryggingar hjá sínu tryggingafélagi.
2. Kaup á þjónustu
Notandi Ferðasetursins verður að vera orðin 18 ára, og hafa að öðru leyti lagalegan rétt til þess að undirgangast samning. Þegar notandi skráir sig í ferðir eða gönguhópa hjá Ferðasetrinu er hann er gera bindandi samning, samþykkja notendaskilmála og vinnslu persónuupplýsinga um hann í samræmi við persónuverndarstefnu Ferðasetursins. Skilmálar eru aðgengilegir inni á vef Ferðasetursins. Þetta á við þegar notandi kaupir ferðir eða aðilda að gönguhóp sem er keypt á heimasíðu eða millifært á bankareikning Ferðasetursins. Ef forsvarsmenn Ferðasetursins telja að notandi hafi á einhvern hátt brotið gegn Ferðasetrinu eða skilmálum síðunnar, þá áskilur Ferðasetrið sér rétt til þess að segja upp ferðum eða gönguhóp notanda og meina honum aðgang að þjónustu fyrirtækisins framvegis. Ef notandi samþykkir ekki skilmálana er honum óheimilt að nota þjónustu og fá aðgang að ferðum og gönguhópum Ferðasetursins.
3. Verð og greiðslur
Ferðasetrið starfar með ótengdum, öruggum greiðsluþjónustum þar sem allar greiðslur notenda eru framkvæmdar áður en þær eru gerðar upp við Ferðasetrið. Uppgefið verð er staðgreiðsluverð og miðast við netbókun. Aðild að gönguhópum sem Ferðasetrið býður upp á eru greidd fyrirfram. Til að festa sæti í lengri ferðir innanlands eða erlendis er boðið upp á að greiða staðfestingargjald sem er mismunandi eftir tegund ferðar. Staðfestingargjald greiðist við bókun og er óafturkræft. Greiða verður ferð að fullu átta vikum fyrir brottför. Öll verð á heimasíðu eru gefin upp með virðisaukaskatti ef það á við. Gengi gjaldmiðla og skilmálar og viðskiptareglur greiðslukorta geta valdið breytingum á verði. Hægt er að framkvæma greiðslur með kredit/debetkorti á heimasíðu eða millifæra á bankareikning Ferðasetursins.
4. Afbókun og staðfestingargjald innanlandsferðir
Engin endurgreiðsla er á gjaldi fyrir gönguhóp eftir að hann hefur byrjað. Staðfestingargjald greiðist við bókun og er óafturkræft. Afbókun á innanlandsferðum innan við viku frá bókun og meira en 4 vikum fyrir brottför er ferð endurgreidd að fullu, að staðfestingargjaldi frátöldu. Afbókun 4 vikum fyrir brottför 25% fargjald endurgreitt. Afbókun innan við 2 vikum fyrir brottför er engin endurgreiðsla. Ef þátttakandi mætir ekki á réttum tíma í ferð á hann ekki rétt á endurgreiðslu. Ferðasetrið áskilur sér rétt til að breyta ferðum og áætlun gönguhópa vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, fresta ferð og hætta við ferð ef þátttaka er ekki næg. Ef Ferðasetrið hættir við ferð er fargjald endurgreitt að fullu.
5. Afbókun og staðfestingargjald utanlandsferðir - sérstækir skilmálar
Staðfestingargjald greiðist við bókun og er óafturkræft. Afbókun á utanlandsferðum innan við 8 vikur frá brottför fæst 25% endurgreiðsla fyrir utan staðfestingargjald. Afbókun þegar 8 + vikur eru í brottför 50 % endurgreiðsla fyrir utan staðfestingargjald. Afbókun 8 - 12 vikur frá brottför, sem veldur því að lámarks fjöldi í ferð næst ekki og Ferðasetrið verður fyrir fjárhagslegu tjóni, fæst engin endurgreiðsla. Þær ferðir sem seldar eru með flugi, þá eru flugmiðar gefnir út af mismunandi flugfélögum og gilda þær reglur (hjá þeim) að eftir að flugmiði er gefin út á nafni og kennitölu er hvorki hægt að breyta eða endurgreiða flugmiðann. Notandi (ferðamaður) er hvattur til að kynna sér forfallatryggingar hjá sínu tryggingafélagi og viðskiptabanka áður en ferð er greidd að fullu.
6. Réttindi og skyldur Ferðasetursins
Öll samskipti á milli Ferðasetursins og notenda skulu vera í samræmi við persónuverndarstefnu Ferðasetursins.
Notandi gefur Ferðasetrinu leyfi til að senda fréttabréf, tilboð, uppfærslur, vörur og viðburði sem tengjast þjónustunni á tölvupóstfang notanda.
Ef notandi hefur heilsufarsvandamál eða önnur meiðsl er hann hvattur til þess að leita ráða hjá lækni áður en hann byrjar að nota þjónustuna frá Ferðasetrinu .Ferðasetrið tryggir hvorki farþega né farangur þeirra. Þátttakendur sem ferðast með Ferðasetrinu eru á eigin ábyrgð. Farþegar eru hvattir til þess að kaupa sér ferða-, forfalla- og slysatryggingu og kynna sér þessar tryggingar hjá sínu tryggingafélagi.
6. Breytingar á skilmálum
Ferðasetrið áskilur sér einhliða rétt á því að breyta skilmálum. Verði verulegar breytingar á skilmálum, sem eru notanda í óhag, er notanda greint frá breytingunum með 30 daga fyrirvara.
7. Réttindi og skyldur notenda
Notandi er ábyrgur fyrir því að tryggja að allar upplýsingar séu réttar við skráningu og verður hann að gefa upp virkan tölvupóst sem hann hefur aðgang að. Ef notandi skiptir um tölvupóst verður hann að uppfæra hann með því að senda tölvupóst á ferdasetrid@ferdasetrid.is. Ferðasetrið lítur svo á að allur tölvupóstur sem er sendur frá fyrirtækinu á skráð tölvupóstfang notanda hafi verið móttekin af honum innan þriggja daga frá því hann var sendur.
8. Kvartanir
Hafi notandi kvartanir yfir þjónustunni eða öðru, er honum velkomið að hafa samband og við leysum málið eins vel og auðið er.
Ef notandi hefur enn ástæðu til þess að kvarta eftir úrlausn mála er Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa stjórnvald sem úrskurðar í ágreiningsmálum milli neytenda og seljenda vegna kaupa á vörum og þjónustu. Hægt er að senda inn kvörtun til nefndarinnar með rafrænum hætti á heimasíðu hennar: https://kvth.is.