
Fjallaperlur Frakklands og Ítalíu
28. júlí - 4. ágúst 2025
28. júlí 2026
8 dagar
frá 449.000 kr
Upplifðu einstaka náttúrufegurð í lúxusgönguferð um Mont Blanc
Komdu með okkur í ógleymanlega ferð um vinsælustu gönguleiðir Evrópu við hinn tignarlega Mont Blanc. Í þessari ævintýra- og lúxusferð göngum við yfir landamæri Frakklands og Ítalíu og heimsækjum sjarmerandi alpabæi á borð við Courmayeur, Chamonix og Les Chapieux.
Ferðin býður upp á krefjandi en einstakla fallegar gönguleiðir þar sem við njótum óviðjafnanlegs útsýnis yfir jökla, djúpa dali og hinn tignarlega Mont Blanc fjallgarð. Á hverjum degi göngum við fallegustu leiðir Tour du Mont Blanc (TMB) gönguhringsins að okkar mati – yfir há fjallaskörð, um grösug dalverpi og með Mont Blanc sem stöðugan félaga í fjarska.
Lúxus, þægindi og stórkostlegar gönguleiðir
Þetta er ferð fyrir göngufólk sem vill njóta bæði náttúrunnar og góðrar aðstöðu á kvöldin. Gist er á vönduðum hótelum, mörgum með spa og farangur er trússaður á milli staða (nema eina dagleið). Akstur milli Frakklands og Ítalíu er í einkarútu og í lok ferðar er tilvalið að njóta 5 stjörnu spa á þremur hæðum í Chamonix með einstöku útsýni yfir Mont Blanc.
Gisting í ferðinni
-
1 nótt á fjallahóteli á Ítalíu með morgunmat og kvöldmat
-
1 nótt á fjallahóteli í St. Maurice í Frakklandi með morgunmat
-
1 nótt á hóteli í St. Gervais í Frakklandi með morgunmat
-
4 nætur á hóteli í Chamonix Frakklandi með morgunmat
Þetta eru langar og krefjandi dagleiðir og því þarf fólk að vera í góðu formi. Þótt farangur sé trússaður eru sumar göngurnar langar með mikla hækkun.
Þetta er fullkomin ferð fyrir þá sem vilja sameina krefjandi gönguleiðir og þægindi - ferð þar sem hvert skref leiðir þig inn í nýja fjallaperlu.
Hápunktar ferðarinnar
-
Ótrúlegt útsýni yfir Mont Blanc fjallgarðinn
-
Chamonix og Courmayeur – fallegustu alpabæir Evrópu
-
Lac Blanc – eitt fallegasta fjallavatn Alpanna
-
Fjallaskörðin:
-
Col de Tricot – 2.120 m
-
Col du Bonhomme – 2.329 m
-
Col du Croix du Bonhomme – 2.443 m
-
Col du Seigne – 2.516 m
-
-
Gengið yfir landamæri Frakklands og Ítalíu
Verð og bókun
Verð: 449.000 kr. (miðað við tvíbýli)*
Aukagjald fyrir einbýli: 80.000 kr.
Til að tryggja sæti þarf að greiða staðfestingargjald 49.000 kr. Lokagreiðsla, 400.000 kr, greiðist fyrir 28. maí 2025. Hægt er að skipta greiðslum niður.
Frekari upplýsingar: ferdasetrid@ferdasetrid.is
Lágmarksfjöldi: 16
Hámarksfjöldi: 24
Fararstjórar: Hafrún Dögg Hilmarsdóttir og Jóhanna Fríða Dalkvist
Innifalið í verði
-
Undirbúningsfundur
-
Flug með Icelandair til og frá Sviss
-
1× 10 kg handfarangur + 1× 23 kg innrituð taska
-
Akstur til og frá flugvelli
-
Einkarúta á milli hótela og upphafsstaða gangna
-
Einkarúta frá Ítalíu og aftur til Frakklands
-
Trúss á farangri milli gististaða
-
Kláfar á göngudögum
-
Gisting samkvæmt dagskrá
-
Tveir fararstjóra
Ekki innifalið
-
Ferða-, slysa- og farangurstryggingar
-
Forfallatrygging
-
Allur matur sem ekki er sérstaklega nefndur
-
Aðgangur í spa og kláfa á frídegi
-
Þjórfé
Dagskrá ferðarinnar
Dagur 1 – Þriðjudagur 28. júlí - Ferðadagur
Morgunflug með Icelandair til Sviss. Akstur í einkarútu til Chamonix, þar sem við dveljum á 4 stjörnu hóteli.
Innifalið: Akstur og gisting með morgunmat.
Dagur 2 – Miðvikudagur 29. júlí - Chamonix - Les Contamines
Eftir morgunmat tökum við strætó til Les Houches og förum upp með Bellevue-kláfnum í 1.800 m hæð. Þaðan göngum við yfir Col de Tricot (2.120 m) og niður til Les Contamines. Akstur og gisting í St. Gervais á 4 stjörnu hóteli
Ganga: 13 km | +700 m | ~8 klst
Innifalið: Gisting, morgunmatur, akstur, trúss á farangri og leiðsögn.
Dagur 3 – Fimmtudagur 30. júlí - Les Contamines - Les Chapieux
Gengið inn Montjoie-dalinn og yfir tvö há fjallaskörð: Col du Bonhomme (2.329 m) og Col du Croix du Bonhomme (2.443 m). Við endum daginn í síma- og netsambandslausu Les Chapieux – einni fallegustu leið ferðalagsins. Akstur og gisting á fjallhóteli
Ganga: 18 km | +1.400 m | ~9 klst
Innifalið: Gisting, morgunmatur, akstur, trúss á farangri og leiðsögn.
Dagur 4 – Föstudagur 31. júlí Frakkland - Ítalía
Akstur að Ville des Glaciers þar sem við hefjum göngu upp á Col de la Seigne (2.516 m), landamærum Frakklands og Ítalíu. Útsýnið yfir Mont Blanc og Aiguille Noire er stórkostlegt. Hádegismatur á Rifugio Elisabetta og gisting í nálægum fjallaskála sem er að okkar mati einn sá besti á gönguleiðinni með einstaklega fallegt sólsetur á landamærunum
A.T.H Þetta er eini dagurinn án trúss á farangri.
Ganga: 12 km | +1.000 m | ~8 klst
Innifalið: Gisting, morgun- og kvöldmatur og leiðsögn.
Dagur 5 – Laugardagur 1. ágúst - Combal - Courmayeur - Chamonix
Eftir morgunmat göngum við niður til Courmayeur. Þar bíður einkarúta sem fer með okkur í gegnum Mont Blanc-gönginn til Chamonix. Gisting í 4 stjörnu hóteli með spa næstu þrjár nætur.
Ganga: 12 km | +400 m | ~4 klst
Innifalið: Gisting, morgunmatur, akstur og leiðsögn.
Dagur 6 – Sunnudagur 2. ágúst - Le Brévent - Lac Blanc - Chamonix
Við förum upp á Le Brévent (2.526 m) og njótum útsýnis yfir Mont Blanc. Þaðan göngum við yfir hlíðar Chamonix og að hinum frægu fjallavötnum Lac Blanc og Lac Cheserys.
Ganga: 14 km | +800 m | ~7 klst
Innifalið: Gisting, morgunmatur og leiðsögn.
Dagur 7 – Mánudagur 3. ágúst - Frjáls dagur í Chamonix
Fullkominn dagur til að slaka á í spa, skoða bæinn eða fara upp í Aiguille du Midi (ca. 4.000 m). Lokakvöldverður um kvöldið.
Innifalið: Gisting og morgunmatur.
Dagur 8 – Þriðjudagur 4. ágúst - Ferðadagur
Akstur á flugvöll í Sviss og flug með Icelandair til Íslands.
Innifalið: Morgunmatur og akstur á flugvöll.