UPPSELT - Miðnæturganga á Snæfellsjökul 24 -26. júní
Sumarsólstöður er sá tími þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs og ber ýmist upp í kringum 20-22 júní. Við sumarsólstöður sest sólin ekki á stöðum norðan við norðurheimskautsbaug og markar miðsumarið: „lengsti dagur“ og „stystu nótt“ ársins. Haldið hefur verið upp á þau tímamót sem sumarsólstöður eru frá fornu fari í flestum menningarsamfélögum þó með misjöfnum hætti.
Ferðasetrið ætlar í tilefni þess að fara í miðnæturgöngu á Snæfellsjökul Við byrjum göngu við Jökulhálsinn, stefnum á að vera á toppnum um
kl. 1 eftir miðnætti og þar ætlum við að njóta besta útsýnis sem jökulinn býður upp á, á þessum árstíma.
Farþegar koma sér sjálfir á upphafsstað göngu á einkabílum. Hópurinn hittist á Arnarstapa kl.19.00 þar sem farið verður yfir öryggis atriði. Við keyrum síðan í samfloti að jökulhálsinum þar sem gangan byrjar kl. 20. Við verðum aftur á bílastæðinum um kl. 4.00.
A.T.H að í þessari göngu þarf jöklabrodda, belti með læstri karabínu og ísöxi (hægt að fá leigt).
Vegalengd 10 km, uppsöfnuð hækkun er 1000 metrar og tekur um 8 klst.
Þátttakendur verða að vera í startholunum dagana 24 - 26. júní, því við veljum að sjálfsögðu besta veðrið. Við förum ekki á jökulinn ef veðið er ömurlegt og ekkert ústýni. Þátttakendur fá endurgreitt ef hætt verður við ferðina á jökulinn vegna veðurs. Sjá myndir úr ferðinni 2023 hér fyrir neðan.
Lámarks fjöldi er 7, hámark 28
Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir, Eyrún Viktorsdóttir og Haukur Elís
Verð 19.900 kr.*
*innifalið: leiðsögn