
UPPSELT - Miðnæturganga á Snæfellsjökul
Sumarsólstöður er sá tími þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs og ber ýmist upp í kringum 20-22 júní. Núna í ár verða sumarsólstöður miðvikudaginn 21. júní. Við sumarsólstöður sest sólin ekki á stöðum norðan við norðurheimskautsbaug og markar mið sumarið: „lengsti dagur“ og „stystu nótt“ ársins.
Haldið hefur verið upp á þau tímamót sem sumarsólstöður eru frá fornu fari í flestum menningarsamfélögum þó með misjöfnum hætti. Ferðasetrið ætlar í tilefni þess að fara í miðnæturgöngu á Snæfellsjökul miðvikudaginn 21. júní kl. 20. Við byrjum göngu við Jökulhálsinn, stefnum á að vera á toppnum um kl. 1 eftir miðnætti og þar ætlum við að njóta besta útsýnis sem jökulinn býður upp á, á þessum árstíma. Í þessari ferð verða þátttakendur að vera með jöklabrodda, ísexi og belti (hægt að leigja).
Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir og Rakel Magnúsdóttir
Uppselt er í ferðina en hægt er að láta setja sig á biðlista með því að senda póst á: ferdasetrid@ferdasetrid.is