
UPPSELT - Fjallasæla vor 2025
Fjallasæla er gönguhópur fyrir þau sem vilja gera útivist að lífsstíl og halda sér í góðu fjallgöngu formi allt árið. Markmiðið er að hafa gaman á fjöllum, njóta íslenskrar náttúru í skemmtilegum hópi og kynnast nýjum og fjölbreyttum gönguleiðum. Gönguhópurinn er ætlaður þeim sem hafa REYNSLU af fjallgöngum og eru í ÁGÆTIS formi.
Gengið er annan hvern miðvikudag og annan hvern laugardag sömu vikuna og frí hina. Miðvikudagsgöngurnar byrja kl.18 og helgargöngunar kl.9/10. Það verður í boði að mæta á úti þolæfingar alla þriðjudaga kl.17.30-18.30, alls 18 skipti fyrir þau sem eru skráð í gönguhópa vorið 2025. Í útiæfingunum munum við taka allskonar þolæfingar til að stykja líkama og sál. Við endum verkefnið á sumarsólstöðugöngu yfir Laugaveginn. Þátttakendur koma sér sjálfir að upphafsstað göngu en það er alltaf boðið að keyra í samfloti og sameinast í bíla. Því miður er ekki hægt að kaupa stakar göngur. Hægt verður að kaupa verkefnið með ferð um Laugaveginn eða án.
Fararstjórn: Edith Gunnars og aðrir fararstjórar Ferðasetursins