top of page
IMG_1044_edited.jpg

Laugardagsfjör - Þegar viðrar vel til fjalla
Gönguhópur fyrir þau sem hafa reynslu af fjallgöngum

Laugardagsfjör er gönguhópur sem gengur einn laugardag í hverjum mánuði og ein helgarferð í ágúst. ÞAÐ VERÐUR BARA GENGIÐ ÞEGAR VIÐRAR VEL TIL FJALLA og við veljum besta svæðið til göngu eftir veðurspá.

Markmiðið er að hafa gaman á fjöllum í lengri göngum á laugardögum, njóta íslenskrar náttúru í skemmtilegum hópi þegar spáin er góð.

Þær gönguleiðir sem koma til greina í þessu verkefni eru:

Skjaldbreiður - Skessuhorn - Hrútafjöll - Snóksfjall - Laxárgljúfur* - Hvannárgil* - Reyðarbarmur - Kálfstindar - Bláfell á Kili - Brúarárskörð/Högnhöfði  - Kyllisfell - Baula - Hróðmundartindar - Snæfellsjökull - Skeggi - Súlufell - Búrfell Þingvöllum - Ólafsskarðssvegur - Dalaleið

Þær helgarferðir sem koma til greina í þessu verkefni eru:

Vonarskarð Nýidalur eða Dyrfjöll/Stóruð Borgarfirði Eystra**

*Þessar ferðir verða með rútu sem greiðist sér

**Gisting í helgarferð greiðist sér

Verkefni stendur yfir í 12 mánuði frá september 2024 til ágúst 2025, samtals 10 laugardagsgöngur og ein helgarferð 15 - 17. ágúst. Það er gengið annan laugardag í hverjum mánuði og byrja göngurnar kl. 9 eða 10. Þátttakendur koma sér sjálfir á upphafsstað göngu, en hópurinn hittist alltaf fyrir göngurnar, sameinast í bíla og keyra í samfloti. Gönguhópurinn er ætlaður þeim sem hafa reynslu af fjallgöngum. Því miður verður ekki hægt að kaupa staka göngur.

Lámarksfjöldi 25, hámark 40

Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir og aðrir fararstjórar Ferðasetursins

Verð 79.900 kr*

*innifalið: leiðsögn

Dagsetningar:

Miðvikudaginn 21. 09. 2024 - kynningarfundur kl.19.00 sjá hér

Laugardagur 14.09 2024  

Laugardagur 12.10 2024 

Laugardagur 09.11 2024 

Laugardagur 07.12 2024

Laugardagur 11.01  2025

Laugardagur 08.02 2025

Laugardagur 08.03 2025

Laugardagur 12.04 2025

Laugardagur 10.05 2025

Laugardagur 14.06 2025

Helgi 15 - 17 ágúst  2025

*Ferðasetrið áskilur sér rétt að breyta ferð vegna veðurs

bottom of page