Föstudagsfjör á Esjunni- Gönguhópur fyrir
þau sem hafa reynslu af fjallgöngum
Föstudagsfjör á Esjunni er gönguhópur fyrir þau sem vilja gera útivist að lífsstíl. Markmiðið er að hafa gaman á fjöllum, njóta íslenskrar náttúru í skemmtilegum hópi og kynnast nýjum gönguleiðum á Esjunni. Verkefni stendur yfir í 9 mánuði frá október 2023 til júní 2024. Þetta verkefni er kjörið fyrir þau sem kjósa að ganga í nágrenni höfuðborgarinnar og vilja njóta í lengri göngum á virkum degi. Gengið verður á föstudögum samtals 10 göngur.
Gönguhópurinn er ætlaður þeim sem hafa reynslu af fjallgöngum. Föstudags göngurnar byrja kl. 9 eða 10. Verð fyrir hverja göngu er 4.900 - 7,900 kr.
Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir og Rakel Magnúsdóttir
Verð 4.900 - 7.900 kr fyrir hverja staka göngu
Dagskrá:
06.10. Þórnýjartindur - 11 km/700
03.11. Trana - 9 km/700 m
01.12. Tindstaðahnúkur - 8 km/600 m
05.01. Rauðhóll og Búi - 8 km/600 m
02.02. Blikdalur - 12 km/250 m
01.03. Hádegisfjall og Skálafellsháls - 8 km/600 m
05.04. Seltindur - 10 km/700 m - Bóka hér
03.05. Blikdalshringur - 23 km/1400 m - Bóka hér
24.05. Móskarðahnúkar, Trana og Kjós - 14 km/1000 m - Bóka hér
07.06. Laufskörð - 10 km/800 m - Bóka hér
*Rúta greiðist sér
**Ferðasetrið áskilur sér rétt að breyta ferð vegna veðurs