top of page
IMG_4709_edited.jpg

Fimmvörðuháls 20. júlí 2024

Fimmvörðuháls er gönguleið frá Skógum yfir í Þórsmörk og er þetta ein vinsælasta gönguleið landsins. Á gönguleiðinni er gengið framhjá mörgum fossun og gengið er á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Gönguleiðin er fjölbreytt með frábæru útsýni. Vegalengd 24 km, 1200 metra hækkun og tekur um 8-9 klst. Þátttakendur þurfa að vera í góðu fjallgönguformi til að ganga þessa leið.

Laugardaginn 20.7 göngum við Fimmvörðuhálsinn og höfum sunnudaginn til vara. Brottför frá Reykjavík kl. 7 á rútu. Byrjum göngu kl. 10, Þegar göngu er lokið er farið beint til Reykjavíkur með rútu. Áætlað er að vera komin til Reykjavíkur milli 22-23. ​

Lámarksfjöldi 20, hámark 35

Fararstjórn: Eyrún Viktorsdóttir og Hafrún Dögg Hilmarsdóttir

Verð 19.900 kr*

*Innifalið: leiðsögn og rúta

bottom of page