![IMG_8234[2339]_edited.jpg](https://static.wixstatic.com/media/ff26b5_d9e288b463234d52817e8925a42deca0~mv2.jpg/v1/fill/w_803,h_368,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/ff26b5_d9e288b463234d52817e8925a42deca0~mv2.jpg)
UPPSELT Kvennafjör - Hengilssvæðið haust 2024
Kvennafjör er gönguhópur fyrir konur sem vilja hafa gaman á fjöllum og njóta íslenskrar náttúru í hópi kvenna. Markmiðið er að kynnast nýjum og fjölbreyttum gönguleiðum á ákveðnum svæðum. Á hverri önn er eitt svæði tekið fyrir, fræðumst um land og sögu þess svæðis. Á haustönn 2024 þá ætlum við að ganga um Hengilssvæðið og Hellisheiði. Akstur frá borginni er c.a 30 mín. Þetta er gönguhópur fyrir konur sem hafa reynslu af útivist eða voru í vorhópnum. Þetta er EKKI gönguhópur fyrir algjöra byrjendur.
Gengið er á mánudögum og einn laugardag í mánuði. Mánudagsgöngurnar byrja kl. 18 og laugardagsgönurnar kl. 9/10. Þátttakendur koma sér sjálfir á upphafsstað göngu en hópurinn sameinast oftast í bíla. Því miður er ekki hægt að kaupa stakar göngur.
Fararstjórn: Fararstýrur Ferðasetursins