top of page
IMG_8234[2339]_edited.jpg

Kvennafjör - Hengilssvæðið
haust 2024

Kvennafjör er nýr gönguhópur fyrir konur sem vilja hafa gaman á fjöllum og njóta íslenskrar náttúru í hópi kvenna. Markmiðið er að kynnast nýjum og fjölbreyttum gönguleiðum á ákveðnum svæðum.  Á hverri önn er eitt svæði tekið fyrir, fræðumst um land og sögu þess svæðis. Á haustönn 2024 þá ætlum við að ganga um Hengilssvæðið og Hellisheiði. Akstur frá borginni er c.a 30 mín. Þetta er gönguhópur fyrir konur sem hafa reynslu af útivist eða voru í vorhópnum. Þetta er EKKI gönguhópur fyrir algjöra byrjendur.

Gengið er á mánudögum og einn laugardag í mánuði. Mánudagsgöngurnar byrja kl. 18 og laugardagsgönurnar kl. 9/10. Þátttakendur koma sér sjálfir á upphafsstað göngu en hópurinn sameinast oftast í bíla. Því miður er ekki hægt að kaupa stakar göngur. 

Lámarksfjöldi 25, hámark 40

Fararstjórn: Edith Gunnars og aðrar fararstýrur Ferðasetursins

Verð 59.900 kr​

Dagskrá haustönn 2024:

21.08       Kynningarfundur kl.20.00 sjá hér

09.09      Jórutindur  5,5 km/400 m

16.09       Sköflungur 6,5 km/400 m

23.09       Súlufell 5 km/350 m

28.09      Grensdalur, Dalaskarðshnúkur, Kyllisfell, Kattartjarnir og Dalafell 14 km/650 m

07.10       Húsmúli og Þjófagil 7 km/400 m

14.10        Sandfell 5 km/300 m

21.10        Dyrafjöll 6 km/400 m

26.10       Skeggi  14 km/700 m

04.11        Stóri Meitill 6 km/400 m

11.11         Lágaskarðshnúkur og Þrengslahnúkur 6 km/300 m

18.11        Krossfjöll 5 km/200 m

23.11       Molddalahnúkur, Klambragilslaug og Kaffi Reykjadalur 10/500 m 

*Ferðasetrið áskilur sér rétt að breyta ferð vegna veðurs

**Verkefnið fæst ekki endurgreitt eftir að það er byrjað

bottom of page