top of page
09666d76-9577-468b-8d4c-73303320bb17_edited.jpg

Madeira Haust "Havaí Evrópu" Lúxusferð: Menning, göngur og jóga 

23. september 2025
8 dagar
frá 399.000 kr

Madeira perla Atlandshafsins er ein af vinsælustu áfangastöðum í Evrópu. Þar finna allir eitthvað við sitt hæfi þar sem mjög auðvelt er að blanda saman, afslöppun, menningu, göngum og jóga. Eyjan tilheyrir Portúgal og hluti þess er á heimsminjaskrá UNESCO. Hún er þekkt fyrir mikla náttúrufegurð og milt loftslag allt árið. Gróskumikil fjöll, suðræn náttúra, háir kletta og oddhvassir tindar. Þrátt fyrir að vera lítil eyja, býður Madeira upp á fjöldann allan af dáleiðandi náttúruperlum. Áhugaverðir staðir eins og Pico do Arieiro og Cabo Girão, sem eru með einstök útsýni, eru aðdráttarmerki fyrir ferðamenn.​

Madeira er ekki aðeins fyrir göngugarpana heldur býður hún upp á einstaka matarupplifun og vínsmökkun. Funchal höfuðborgin er uppfull af sögu og menningu eyjarinnar, þar sem gamalt blandast nýju. Í þessari ferð ætlum við að blanda saman, afslöppun, menningu, jóga og göngum. Gönguferðir eru val og engin skylda að taka þátt í þeim. Í þessari ferð verður gist á 5 stjörnu hóteli þar sem allt er innifalið í mat og drykk.

Riu Hótel:

  • Allt innifalið í mat og drykk (drykkir í boði 24 klst á sólarhring)

  • Skemmtidagskrá 6 daga vikunnar

  • Ræktarsalur

  • Gufubað

  • Tennisvöllur

  • Tvær útisundlaugar og einn er upphituð yfir vetrartímann

  • Innisundlaug upphituð

  • Frítt wifi

  • Spa og nudd gegn gjaldi

  • 10 km frá flugvelli

  • 13 km frá Funchal höfuðborginni

  • 2 km í næsta bæ

  • 50 m í strætóstöð

  • 10 m að sjó

Hápunktur ferðarinnar:

  • Pico Ruivo (1862 m) hæsti tindur Madeira 

  • Pedra Rija eða "Stairway to heaven"

  • Gönguferð frá Porto de Cruze til Machico

  • Gönguferð um Ponta de Sao Lourenco

  • Camara Lobos

  • Cabo Girao glerútsýnispallur

  • Paul da Serra

  • Fanal skógurinn

  • Porto Moniz sjósundlaugar

  • Seixal

  • Sao Vincente

Greiða þarf staðfestingargjald til að festa sæti við bókun, staðfestingargjaldið er 49.000 kr sem er óendurkræft. Lokagreiðsla 350.000 þarf að greiða fyrir 23. júlí .2025. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is

Lágmarksfjöldi 16, hámark 22

Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir 

Verð: 399.000 kr​* 

*miðað við tvíbýlí, aukagjald vegna einbýli er 80.000 kr

Innifalið í verði:

  • Flug

  • handfarangur sem kemst undir sætið

  • 1x 20 kg innrituð taska

  • Akstur til og frá flugvelli að hóteli 

  • Gisting í 7 nætur á stjörnu lúxushóteli þar sem allt er innifalið í mat og drykk

  • Jóga 

  • 3 gönguferðir með leiðsögn og akstri

  • Aðgangseyrir í gönguferðir

  • 1 skoðunarferð um eyjuna í einkarútu

  • 2 fararstjórar 

Ekki innifalið í verði:

  • Ferða-, slysa- og farangurstrygging

  • Forfallatrygging

  • Þjórfé

Dagskrá:

Dagur 1. Þriðjudagur 23. september. Ferðadagur

Flug frá Íslandi til Madeira kl. 9 með Play. Lendum í Madeira kl. 13:55. Akstur á hótel og frjáls dagur

Innifalið: Akstur, gisting á hóteli, allur matur og drykkir á hóteli

Dagur 2. Miðvikudagur 24. september. Pico Ruivo and Stairway to Heaven

Eftir morgunmat er boðið að fara í göngu á hæsta tind Madeira og 3ja hæsta í Portúgal, Pico Ruivo 1.862 m. Glæsilegt útsýni af tindinum sem er staðsettur á miðri eyjunni. Eftir þá göngu keyrum við að Pico do Arieiro sem er í 1.818 metra hæð og göngum að Pedra Rija eða "Stairway to heaven, sú ganga er aðallega í tröppum. Á leiðinni er einstakt útsýni sem minnir óneitanlega á Jurrasic World.

Þessi göngudagur er samanlagt um 9 km, og samanlögð hækkun er 700 m hækkun og tekur um 5 - 6 tíma, fer eftir ferðahraða og fjölda stoppa. Þessi ganga er fyrir fólk í meðalgóðu formi.

Innifalið: Jóga, gisting á hóteli, allur matur og drykkir á hóteli. Akstur, gönguferð með leiðsögn

Dagur 3. Fimmtudagur 25. september. Frjáls dagur

Morgunjóga fyrir morgunmat. Frjáls dagur.

Innifalið: Jóga, gisting á hóteli, allur matur og drykkir á hóteli

Dagur 4. Föstudagur 26. september. Porto de Cruz til Machico

Morgunjóga fyrir morgunmat. Eftir morgunmat er í boði að fara í göngu.

Gönguleiðin frá Porto da Cruz til Machico er ein af fallegri og fjölbreyttari leiðum austanmegin á Madeira. Leiðin liggur yfir gamla veginn sem áður tengdi þessi tvö þorp áður en nútíma vegakerfið var sett upp. Gangan býður upp á stórkostlegt útsýni yfir sjávarsíðuna, skógi vaxinn fjöll og grösugar hlíðar. Gönguferðin hefst í strandþorpinu Porto da Cruz, þekkt fyrir svarta sandströnd og rommframleiðslu. Þaðan liggur leiðin upp í gegnum grænar hlíðar og eftir gömlum steinlögðum stígum sem voru áður notaðir af gangandi ferðamönnum og muldýrum. Á leiðinni opnast sífellt breiðara útsýni yfir norðurströndina og suðurátt til Machico-dalsins. Lokapunkturinn er Machico, eitt elsta byggða svæði eyjarinnar, þar sem fyrsta skip Portúgala lagðist að landi árið 1419.

Þessi gönguleið er 15 km og samanlögð hækkun er 550 metrar og tekur um  5 klst.

Innifalið: Jóga, gisting á hóteli, allur matur og drykkir á hóteli. Akstur, gönguferð með leiðsögn

Dagur 5. Laugardagur 27. september. Ponta de Sao Lourenco

Gönguleiðin um Ponta de São Lourenço er einstök náttúruupplifun á austasta odda Madeira. Ólíkt grænum fjallalöndum eyjarinnar einkennist þetta svæði af þurrari, hrjúfri og víðáttumiklu landslagi, með mögnuðu berglendi, lággróðri og útsýnum yfir Atlantshafið. Leiðin byrjar við Baía d’Abra, þar sem göngufólk leggur af stað eftir þröngum og vel merktum stíg sem liggur meðfram klettum og útsýnisstöðum þar sem má sjá hafið skella á klettóttu ströndinni og líparítbergið gefur svæðinu rauðbrúna og gyllta tóna. Víða eru bekkir og útsýnisstaðir þar sem hægt er að stoppa og njóta náttúrunnar. Fyrir þau sem vilja meira: klífa hólinn Pico do Furado fyrir enn meira útsýni.

Þessi gönguleið er 8,5 km og samanlögð hækkun er 650 metrar og tekur um  5 klst.

Innifalið: Gisting á hóteli, allur matur og drykkir á hóteli. Akstur og gönguferð með leiðsögn

Dagur 6. Sunnudagur 28. september. Frjáls dagur

Morgunjóga fyrir morgunmat. Frjáls dagur.

Innifalið: Jóga, gisting á hóteli, allur og matur og drykkir á hóteli

Dagur 7. Mánudagur 29. september. Skoðunarferð

Eftir morgunmat er í boði að fara í skoðunarferð á einkarútu: Vesturhluti Madeira býður upp á ótrúlega fjölbreytt landslag. 

 

Ferðin hefst í Câmara de Lobos, litlu sjávarþorpi með litríkum bátum og sjarma sem heillaði jafnvel Winston Churchill, sem málaði þar málverk af höfninni.

 

Næst er stefnan tekin á Cabo Girão, einn hæsta sjávarbjarg Evrópu. Þar stendur glerútsýnispallur sem teygir sig út frá bjarginu – með 580 metra fall niður í átt að hafinu! Frábær upplifun sem býður upp á ótrúlegt útsýni yfir suðurströndina og vínræktarhúsin sem hanga í hlíðum bjargsins.

Paul da Serra. Þegar haldið er upp í fjöllin tekur Paul da Serra á móti manni – þetta er háslétta í um 1.500 metra hæð sem líkist fremur hálendi Skotlands en Madeira. Hér er loftið tærara, útsýnið víðáttumeira og veðrið getur breyst á svipstundu. Slétta landslagið er einstakt á eyjunni og dregur oft til sín göngufólk og náttúruunnendur.

Áfram er haldið í töfrandi heim Fanal skógarins, sem er hluti af UNESCO-vernduðum laurissilva-regnskógi Madeira. Þessi forni skógur, með dularfullum, mosavaxnum trjám, fullkomið til að ganga aðeins um og tengjast náttúrunni.

Porto Moniz sjósundlaugar. Eftir fjallaloftið kemur frískandi sund í náttúrulegum hraunlaugum Porto Moniz sem er eins og himnasending. Þessar laugarnar mynduðust úr hraunflæði en eru fylltar með sjávarvatni sem endurnýjast stöðugt með öldunum. Fullkomið til að kæla sig niður, með stórbrotnu útsýni yfir Atlantshafið í bakgrunni.

Seixal.

 

Skammt frá er Seixal, lítill strandbær sem státar af einni fegurstu strönd Madeira með svörtum sandi, fossum sem renna beint ofan í sjóinn og fallegum grænum hlíðum. Þetta er dásamlegur staður fyrir stutt stopp, ljósmyndatöku eða kaffibolla með sjávarútsýni.

 

São Vicente. Ferðin endar í São Vicente, þorpi sem situr í djúpum dal með fjöllum allt um kring. Hér má finna eldgosasafn, fallega kirkju og grænar gönguleiðir. Svæðið er rólegt og náttúran rík – frábær endir á hringferðinni um vesturhluta Madeira.

Innifalið: Jóga, gisting á hóteli, allur matur og drykkir á hóteli, vín- og matarsmökkun

Dagur 8. Þriðjudagur 22. apríl 2025. Ferðadagur

Frjáls dagur til hádegis. Ferðadagur, flug frá Madeira til Ísland kl. 15:55. Lendum á Íslandi kl. 20:20. 

Innifalið: Allur matur og drykkir á hóteli og akstur á flugvöll

bottom of page