top of page
northern-circuit-route-kilimanjaro-cS-840x385.jpeg

Norðurslóði Kilimanjaro janúar 2026

28. janúar 2026
13 dagar
frá 599.000 kr

Það eru 5 sæti laus í þessa ferð. Hefur þig alltaf dreymt um að toppa Kilimanjaro en óttast að það sé of erfitt? Gakktu Norðurslóð Kilimanjaro með okkur - 99% árangur og ævintýri lífsins bíður! Upplifðu óviðjafnanlega náttúrufegurð Tansaníu, gleði og menningu heimamanna í ævintýralegri gönguferð um Norðurslóðir Kilimanjaro (5.895 m). Þetta er ferð fyrir þá sem vilja kanna mörk sín og upplifa stórbrotna náttúru í einni ferð í landi safaría og stórfenglegra náttúruundra. Þetta er ekki bara gönguferð; þetta er einstakt ævintýri sem leiðir þig í gegnum fjölbreytt landslag, friðsæld og fegurð sem fáar aðrar leiðir á Kilimanjaro geta boðið upp á. Að standa á toppi Kilimanjaro hæsta fjalls Afríku er ólýsanleg upplifun. Þetta er ekki bara ferðalag upp fjall, heldur einnig ferðalag inn á við, þar sem þú upplifir styrk þinn og staðfestu. Hægt að horfa á kynningarfundinn hér

 

Norðurslóðin er ekki bara gönguleið á toppinn; hún er leið til að tengjast náttúrunni, kanna þína eigin getu og skapa minningar sem fylgja þér alla ævi. Þetta er sannkallað ævintýri lífsins og tilvalin leið fyrir þá sem vilja hámarka möguleika sína á að ná toppnum og upplifa fegurð Kilimanjaro á einstaklega einstakan hátt.

Láttu drauminn verða að veruleika og taktu þátt í þessari ógleymanlegu ferð!

 

Af hverju að velja Norðurslóð Kilimanjaro:

  • Hæsta hlutfall á möguleikum á að toppa Kilimanjaro af ÖLLUM leiðunum á fjallið. Norðurslóðin er lengsta leiðin á Kilimanjaro sem gerir hana fullkomna til að aðlagast hæðinni. Með níu dögum á fjallinu eykur þú líkurnar á að ná toppnum í GÓÐU líkamlegu ástandi. Lengri göngutími gefur líkamanum meiri tíma til að aðlagast hæðinni, sem dregur úr hættu á hæðarveiki. Þetta er besta leiðin fyrir þá sem vilja njóta ferðalagsins á meðan þeir hámarka möguleika sína á árangri

  • Fallegasta gönguleiðin​​. Norðurslóðin er þekkt fyrir einstaka fegurð. Gönguleiðin hlykkjast um norðurhlið fjallsins og gefur þér stórbrotið útsýni yfir allt fjallið og nágrennið, þar á meðal yfir Kenýa. Hún sameinar fjölbreytt landslag, allt frá þéttum regnskógum til tignarlegra klettabelta, eldfjallalandslags, alpaengja og víðáttumikilla fjallasýna. Þessi fjölbreytni gerir gönguna ekki bara áskorandi, heldur líka ógleymanlega.

  • Shira eða Cathedral PointEinstaklega áhugaverður staður sem við göngum á meðan við klífum Kilimanjaro. Þessi tindur er hluti af Shira-platóinu, sem er eitt af eldri svæðunum á fjallinu og var hæsti punktur Kilimanjaro áður en fjallið gaus. Þegar þú gengur á Shira eða Cathedral Point færðu ekki aðeins innsýn í jarðsögu svæðisins heldur einnig einstakt útsýni yfir landslagið sem umlykur fjallið.

  • Friðsæld og færri ferðamenn. Norðurslóðin er minna fjölfarin er margar aðrar leiðir á Kilimanjaro, sem gerir gönguna friðsælli og persónulegri. Hér muntu upplifa einstaka ró og fá tækifæri til að njóta náttúrunnar án mannfjölda.

Hápunktar Norðurslóðar Kilimanjaro

  • Uhuru Peak (5.895 m): Hæsti punktur Kilimanjaro og Afríku

  • Lava Tower (4.600 m)

  • Shira plató

  • 360 gráða útsýni á fjallið

  • Útsýni til Kenýa

  • Færri ferðamenn

  • Friðsælli gönguleið

  • Stórbrotið landslag

  • Fallegasta gönguleiðin á fjallið

  • Besta hæðaraðlögunin

  • Hæsta hlutfall þeirra sem toppa fjallið

Gangan á Kilimanjaro tekur 9 daga en þar gistum við í tjöldum. Allur farangur, matur og búnaður er borinn upp á fjallið af burðarmönnum. Innifalið í ferðinni eru þrjár máltíðir á dag (hægt að fá grænmetisrétti). Það eru kokkar sem sjá um alla eldamennsku á fjallinu. Það eina sem þátttakendur þurfa að bera er lítill bakpoki með vatni og auka fatnað.

Gist verður á hóteli fyrir og eftir göngu á Kilimanjaro. Eftir gönguferðina er í boði að fara í 3ja daga safaríferð og Zansibar. Eyjuna sem er þekkt fyrir afslappað umhverfi, fallegar strendur, fagurbláan sjó og einstaka menningu.  Þær ferðir greiðast aukalega.

Greiða þarf staðfestingargjald til að festa sæti við bókun, staðfestingargjaldið er 99.000 kr. . Lokagreiðslan 500.000 kr þarf að greiða fyrir 19. nóvember 2025. Hægt að dreifa greiðslum. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is

Það þarf lágmark 8 manns í ferðina og hámark er 12 manns

Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir og Elinas Jackson

Verð: 599.000 kr​* fyrir gönguferð: Norðurslóði Kilimanjaro

*miðað við tvíbýlí, aukagjald vegna einbýli er 60.000 kr

Innifalið í verði:

  • Akstur til og frá flugvelli að hóteli  í Arusha

  • Akstur að upphafsstað göngu og til baka á hótel í Arusha

  • Gisting 2 nætur á hóteli fyrir og eftir gönguferðir með morgunmat

  • Íslensk og erlend fararstjórn 

  • Öll þjónusta á fjallinu, yfirleiðsögumaður, aðstoðar leiðsögumenn, burðarmenn og kokkur

  • Tjaldgisting 8 nætur á Kilimanjaro

  • Eldhústjald, svefntjöld og dýnur

  • Matur á göngunni, hægt að fá grænmetisrétti (3 máltíðir á dag)

  • Vatn, kaffi, kakó og te

  • Þjóðgarðsgjöld

  • Súrefnistankar

  • Staðfestingarskjal um að hafa lokið göngu

  • Undirbúningsfundur

  • Gönguferð þar sem hópurinn hittist fyrir ferðina

Ekki innifalið í verði:

  • Flug til Kilimanjaro - Ferðasetrið aðstoðar við kaup á flugi

  • Þjórfé

  • Vegabréfsáritun til Tansaníu sem kostar $51

  • Ferða-, slysa- og farangurstrygging

  • Kvöldmatur fyrir og eftir göngu á hóteli

Mikilvægar upplýsingar

Bólusetningar og lyf: Mikilvægt er að hafa samband við heilsuhægslustöð varðandi bólusetningar og lyf. Einnig er hægt að hafa samband við Vinnuvernd/Ferðavernd og bóka viðtal /ráðgjöf vegna bólusetningar hægt að sjá hér:

https://www.vinnuvernd.is/en_GB/bolusetningar-ferdalog

Vegabréf: Þarf að vera í gildi 6 mánuði eftir að viðkomandi lendir í Tansaníu

Vegabréfsáritun: Sækja þarf um vegabréfsáritun til Tansaníu. Það tekur c.a 5 - 10 daga. Viðkomandi fyllir út umsókn á netinu (sér umsókn fyrir maka og börn). Með umsókn þarf að fylgja passamynd(má vera tekin á síma eða af FB), mynd af vegabréfi og flugmiði(pdf skjal). Hægt að sækja um hér:

https://visa.immigration.go.tz/

Undirbúningur og mikilvægar upplýsingar fyrir göngu í hæð: Við gönguferðir í hæð getur verið um ólíkar aðstæður að ræða, bæði hvað varðar veðurfar og hæðarmun. Huga þarf að því að veðrið getur breyst og nætur geta verið mjög kaldar, sérstaklega ef gengið er mikilli hæð. Einnig geta aðstæður orðið krefjandi þegar hærra er komið vegna þunns lofts, sem gerir öndun og hreyfingu erfiðari. Þátttakendur þurfa að vera vel undirbúnir með réttan búnað og fatnað sem hentar mismunandi veðurskilyrðum. Mikilvægt er að hafa í huga að líkaminn getur brugðist ólíkt við hæð og það er ómögulegt að spá fyrirfram hvernig hver og einn bregst við. Sumir gætu fundið fyrir einkennum hæðarveiki, sem í alvarlegustu tilfellum getur verið lífshættuleg. Ferðasetrið tryggir að öryggis sé gætt í hvívetna með því að vinna með erlendri ferðaskrifstofu sem hefur áralanga reynslu af göngum í hæð. Í för eru reyndir leiðsögumenn sem eru með súrefnisbirgðir til að bregðast við neyðartilvikum. Einnig er Elinas, leiðsögumaður hjá Ferðasetrinu með víðtæka reynslu af göngum í hæð og þekkingu á háfjallaveiki sem bætir enn frekar við öryggisnet ferðarinnar. Við hvetjum alla þátttakendur til að huga vel að undirbúningi og tryggja að þeir séu í góðu líkamlegu ástandi áður en lagt er af stað í þessa einstöku og krefjandi upplifun.

Dagskrá:

Dagur 1. 28. janúar 2026. Ferðadagur

Ferðadagur, flug frá Íslandi til Tansaníu. Ferðasetrið aðstoðar með bókun á flugi. 

Dagur 2. 29. janúar 2026. Velkomin til Tansaníu

Ævintýrið hefst í heillandi borginni Arusha, sem er hjarta safarílandsins Tansaníu. Eftir að hafa bókað okkur inn á hótelið, förum við í gönguferð um miðbæinn þar sem við skoðum litríkt markaðstorg sem iðar af lífi og menningu. Við heimsækjum einnig Cultural Heritage Centre, stærsta listasafn Afríku, þar sem þú færð að dást að gríðarlegu safni afrískrar listar og menningar. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast sögu, handverki og skapandi andanum sem mótar þennan fjölbreytta heimshluta.

Þetta er fullkominn dagur til að komast í tengsl við lífið í Tansaníu, með blöndu af menningu, list og afslöppun.

Innifalið: Akstur, skoðunarferð og hótelgisting með morgunmat

Dagur 3. 30. janúar. Göngudagur 1: Lemosho Gate - Mti Mkubwa Camp (2.780 m)

Fyrsti dagurinn á Kilimanjaro byrjar við Londorossi hliðið (Lemosho Gate). Hér byrjar ævintýrið með því að við skráum okkur inn, hittum leiðsögumennina okkar og teymið sem mun styðja okkur alla leið upp fjallið. Leiðin liggur um gróskumikinn regnskóg þar sem við njótum frískandi andrúmslofts og lífríkis svæðisins. Skógurinn er fullur af lífi og ef við erum heppin sjáum við apa, svo sem colobus apa eða bláapa, sem klifra milli trjánna. Við göngum á mjúkum, rökum skógarstígum sem eru umluktir grænum trjám og litríkum blómum. Seinnipartinn k´+omum við að Mti Mkubwa Camp (sem þýðir „Stóra trjá búðirnar“ á swahílí) sem eru staðsettar í um það bil 2.780 metra hæð yfir sjávarmáli. Hér setjum við upp tjöldin okkar í skjóli skógarins og slökum á eftir fyrsta daginn á fjallinu.​

Gönguvegalengd: 6 km

Göngnuhækkun: 600 metrar hækkun

Göngutími: 3-4 klst

Innifalið: Gisting í tjaldi, morgun- hádegis- og kvöldmatur.

Dagur 4. 31. janúar. Göngudagur 2: Mti Mkubwa Camp -  Shira 1 Camp (3.610)

Annar dagurinn á Kilimanjaro hefst með ferskum morgunlofti í Mti Mkubwa Camp. Eftir morgunmat og smá undirbúning leggjum við af stað frá skógarsvæðinu og gönguleiðin færir okkur inn í heiðarland fjallsins, þar sem landslagið breytist smám saman í opnara og grýttara svæði. Við höldum áfram upp hæga brekku og fylgjum mjúkum stígum sem leiða okkur yfir þéttan gróður í átt að háheiði Kilimanjaro. Á þessari leið koma fyrstu stórbrotnu útsýnin í ljós; við sjáum Kibo-tindinn í fjarska og getum einnig virt fyrir okkur Shira-platóið, sem er eitt af eldfjallakerfum fjallsins. Eftir um það bil 5–7 tíma göngu komum við að Shira 1 Camp. Búðirnar eru staðsettar á fallegum stað við Shira-platóið, með útsýni yfir heiðarlandið og tindinn í fjarska.

Gönguvegalengd: 8 km

Gönguhækkun: 900 metrar

Göngutími: 5-7 klst

Innifalið: Gisting í tjaldi, morgun- hádegis- og kvöldmatur

Dagur 5. 1. febrúar. Göngudagur 3: Shira 1 Camp Shira 1 - Cathedral Point (3.872 m) - Shira 2 Camp (3.850 m)

Eftir góða nótt í Shira 1 hefst dagsgangan snemma morguns með útsýni yfir hið stórfenglega landslag Kilimanjaro. Við göngum yfir heiðarlendi þar sem gróður er orðinn strjálari og landslagið opnara. Slóðinn liggur í hægum hæðum og lágum dalverpum, með einstöku útsýni til fjalla og til baka yfir Shira-platóið. Á leiðinni gefst okkur einstakt tækifæri til að heimsækja Cathedral Point sem var hæsti punktur fjallsins áður en Kilimanjaro gaus fyrir milljónum ára. Þetta er stórbrotinn staður sem býður ekki aðeins upp á mögnuð náttúrufræði heldur einnig ótrúlegt útsýni yfir svæðið. Við komum að Shira 2 búðir síðdegis þar sem tjöldin okkar verða reist við rætur fjallsins. Hér opnast glæsilegt útsýni yfir Kibo-toppinn, hæstu hæð Kilimanjaro. Ef veður er gott er hægt að njóta stórbrotins sólarlags á þessum stað sem er sannkölluð orkusprengja fyrir næstu göngudaga.

Gönguvegalengd: 11 km

Gönguhækkun: 500 metrar

Göngutími: 5-7 klst

Innifalið: Gisting í tjaldi, morgun- hádegis- og kvöldmatur

Dagur 6 - 2. febrúar. Göngudagur 4: Shira 2 Camp - Lava Tower (4.600 m) - Moir Hut (4.200 m)

Við leggjum af stað frá Shira 2 camp snemma morguns og stefnum í átt að austurhlíð fjallsins. Slóðinn leiðir okkur yfir opið landslag, þar sem gróður minnkar enn frekar, og jarðfræðileg sérkenni fjallsins verða áberandi. Á göngunni er komið við á Lava Tower (4.600 metrar yfir sjávarmáli) sem er stórkostlegt, gróft hraunmyndað kennileiti og veitir frábæran stað til að hvíla sig og njóta útsýnis. Eftir Lava Tower liggur leiðin aftur niður í átt að Moir Hut, sem staðsett er í um 4.200 metra hæð. Moir Hut er einangraður staður í friðsælum dal, umlukinn stórbrotnum hæðum. Hér njótum við rólegrar stemningar, þar sem fáir ferðalangar leggja leið sína hingað, og það gerir Moir Hut að einstökum stað til að slaka á og drekka í sig náttúrufegurðina.

Gönguvegalengd: 9 km

Gönguhækkun: 700 metrar

Göngutími: 6-7 klst

Innifalið: Gisting í tjaldi, morgun- hádegis- og kvöldmatur.

Dagur 7 - 3. febrúar. Göngudagur 5: Moir Hut - Buffalo Camp (4.020 m)

Við leggjum af stað frá Moir Camp snemma morguns eftir góða nótt í þessum friðsæla dal. Leið dagsins er áhugaverð og einstök, þar sem hún tekur okkur í gegnum minna troðnar slóðir á norðurleið Kilimanjaro, sem veita dásamlegt útsýni yfir fjallið og landslagið umhverfis það. Við byrjum með hægum stíg upp brattar hlíðar, og leiðin liggur áfram eftir opnum hryggjum þar sem við njótum ótrúlegra fjallasýna til norðurs, í átt að hlíðum Kenýa. Við göngum oftast eftir opnum svæðum og höfum víðfeðmt útsýni yfir stórbrotin fjallasvæði sem fær okkur til að staldra við og dást að umhverfinu. Við komum að Buffalo Camp síðdegis, sem eru staðsettar á friðsælum stað í um 4.020 metra hæð. Þessar búðir eru kenndar við afríska vísunda sem eitt sinn reikuðu um svæðið, og þær eru fullkominn staður til að hvílast eftir daginn. Hér setjumst við niður til að njóta útsýnis til norðurs og upplifum einstaka ró sem einkennir þetta svæði.

Gönguvegalengd: 11 km

Gönguhækkun: 400 metrar

Göngutími: 5-7 klst

Innifalið: Gisting í tjaldi, morgun- hádegis- og kvöldmatur.

Dagur 8 - 4. febrúar. Göngudagur 6: Buffalo Camp - Third Cave Camp (3.800 m)

​Dagurinn hefst snemma morguns í Buffalo Camp þar sem við njótum kyrrðarinnar og víðáttumikils útsýnis yfir fjallasvæðið í norðri. Leiðin í dag heldur áfram eftir norðurleið Kilimanjaro, sem býður upp á minna fjölfarnar gönguslóðir og einstaka upplifun af hrjóstrugu og villtu landslagi fjallsins. Við göngum á breiðum hryggjum og mjúkum brekkum með frábæru útsýni í allar áttir. Á þessari leið er sérstakt að horfa yfir norðurslóðir Afríku þar sem landamæri Kenýa eru. Þetta er dagur til að meta fegurð hinnar ósnortnu náttúru og hafa augun opin fyrir dýralífi sem stundum lætur sjá sig á þessum slóðum. Við komum í Third Cave Camp síðdegis, þær eru staðsettar í um það bil 3.800 metra hæð yfir sjávarmáli. Þessi staður er nefndur eftir náttúrulegum hellum sem ferðamenn hafa notað sem skjól í gegnum tíðina.

Gönguvegalengd: 6 km

Gönguhækkun: 100 metrar

Göngutími: 4-6 klst

Innifalið: Gisting í tjaldi, morgun- hádegis- og kvöldmatur

Dagur 9 - 5. febrúar. Göngudagur 7: Third Cave Camp - Shcool Hut (4.800 m)

Dagurinn hefst í Third Cave Camp þar sem við vöknum við kyrrláta náttúru. Við leggjum af stað með Kibo-tindinn í sjónmáli, og spennan yfir næstu dögum fer vaxandi. Í dag höldum við áfram að hækka okkur, og landslagið verður enn meira grýtt eftir því sem við nálgumst hærri hæðir fjallsins. Við komum að School Hut, sem staðsett er í um 4.800 metra hæð yfir sjávarmáli, síðdegis. Þetta er síðasti viðkomustaðurinn okkar fyrir lokasprettinn að toppi Kilimanjaro. Búðirnar eru einfaldar og liggja við rætur tindarins þar sem við getum horft upp á leiðina sem bíður okkar. Útsýnið héðan er stórkostlegt og veitir innblástur fyrir næstu áskorun. Eftir að tjöldin hafa verið sett upp fáum við tækifæri til að hvílast og undirbúa okkur bæði líkamlega og andlega fyrir toppadaginn

Gönguvegalengd: 5 km

Gönguhækkun: 1000 metrar

Göngutími: 4-6 klst

Innifalið: Gisting í tjaldi, morgun- hádegis- og kvöldmatur

Dagur 10 - 6. febrúar. Göngudagur 8: Shool Hut - Uhuru Peak (5.895 m) - Millenium camp (3.950 m)

Þá er komið að stóra markmiðinu. Við vöknum um miðnætti og byrjum göngu á toppinn. Höfuðljósin lýsa okkur leiðina upp dimma hlíðina og við leggjum af stað á lokasprettinn að Uhuru-tindi, hæsta punkti Afríku í 5.895 metra hæð. Gönguleiðin byrjar með hægu, stöðugu klifri upp brattar og grýttar brekkur. Loftið er kalt og þunnt, mikilvægt er að halda jöfnum takti, anda rólega og einbeita sér að markmiðinu. Á þessum tíma nætur er fjallið hljóðlátt, kyrrt og stjörnubjartur himinn skapar einstaka stemningu. Eftir nokkurra klukkustunda göngu náum við Gilman’s Point (5.685 m), þar sem við getum staldrað við í stuttan tíma til að hvíla okkur og njóta útsýnisins yfir gíginn. Héðan er leiðin áfram að Stella Point (5.756 m) og þaðan á Uhuru Peak (5.895 m), stutt en krefjandi ganga þar sem síðasti hluti göngunnar er í mikilli hæð. Við náum toppnum við sólarupprás eða skömmu eftir hana og augnablikið þegar við stöndum á Uhuru Peak er ógleymanlegt. Hér horfum við yfir víðáttur Afríku, föngum minningar á myndavélina og fögnum þessum magnaða áfanga.

Eftir stutt stopp á tindinum hefst ferðin niður fjallið. Við göngum að Stella Point og þar niður grýtta hlíðina í átt að Barafu Camp og þaðan til Millenium Camp þar sem við gistum. Niðurleiðin er auðveldari en getur verið krefjandi fyrir fætur og hné. Þegar við nálgumst lægri hæðir verður loftið hlýrra og þykkara og við finnum fyrir orkunni að snúa aftur til lífsfyllri skilyrða.Við komum að Millenium Camp síðdegis, í um það bil 3.950 metra hæð. Hér er frábær staður til að fagna afrekinu og hvíla sig eftir langan og krefjandi dag.

Gönguvegalengd: 18-20 km

Gönguhækkun: 1.100 metrar

Göngulækkun: 1.945 metrar

Göngutími: 12-15 klst

Innifalið: Gisting í tjaldi, morgun- hádegis- og kvöldmatur

Dagur 11 - 7. Göngudagur 9: Millenium Camp til Mweka Gate (1.640 m)

Eftir góða næturhvíld í Millenium Camp og morgumat er er komið að síðasta göngudeginum. Eftir kveðjuathöfn hefjum við ferðina niður fjallið og göngum við niður í 1.630 metra hæð við Mweka hliðið, þar sem ævintýrið okkar á Kilimanjaro lýkur formlega.Við fáum skírteini sem viðurkenningu fyrir að hafa klifið Kilimanjaro – The Roof of Africa.

Þessi síðasti dagur er fullkominn tími til að hugsa um ferðalagið og það sem við höfum afrekað – frá ævintýralegum hækkunum til toppsins, yfir stórbrotin útsýni og niður í gróðursælan skóginn aftur. Það er blendin tilfinning að kveðja fjallið, en minningarnar og reynslan munu lifa áfram með okkur.Við lok dagsins erum við flutt til hótelsins, þar sem við getum slakað á, deilt sögum og fagnað þessum ógleymanlega áfanga með hópnum okkar.

Gönguvegalengd: 13 km

Göngulækkun: 2.310 metrar

Göngutími: 5-6 klst

Innifalið: Akstur, gisting á hóteli, morgun og hádegimatur

Dagur 12. Laugardagur 8. febrúar 2026. Ferðadagur Ísland / safaríferð / Zansibar

Ferðadagur flug til Íslands. Hægt að bæta við safaríferð og Zansibar.

bottom of page