top of page
509680813_721953540763109_2334697734882203195_n_edited.jpg

Fjallasæla vor 2026

Fjallasæla - gönguhópur ætlaður fólki sem vill njóta en ekki þjóta og hafa gaman á fjöllum!

 

Fjallasæla vor 2026 er áttunda árið okkar saman. Gönguhópur fyrir þau sem vilja gera útivist að lífsstíl og halda sér í góðu fjallgönguformi. Markmiðið er að njóta íslenskrar náttúru, upplifa fjallasæluna í góðum félagsskap og kynnast nýjum, fjölbreyttum gönguleiðum víðs vegar um landið.

Hópurinn er ætlaður fólki sem hefur reynslu af fjallgöngum og er í ágætis líkamlegu formi.
Við göngum annan hvern miðvikudag og annan hvern laugardag í sömu viku – og tökum frí hina vikuna.

Fjallasæla sameinar áskorun, samveru og náttúrufegurð – því það er fátt sem gleður eins og dagur á fjöllum í góðum hópi.

​​

Gengið er annan hvern miðvikudaga og annan hvern laugardag í sömu viku og frí hina. Miðvikudagsgöngurnar byrja kl.18 og helgargöngunar kl.9/10. Þátttakendur koma sér sjálfir á upphafsstað göngu en það er alltaf í boðið að keyra í samfloti og sameinast í bíla. Alls eru þetta 17 göngur, 8 miðvikudagsgöngur og 9 laugardagsgöngur. Fyrsta ganga hópsins er laugardaginn 17. janúar 2026. Seinasta laugardagsganga hópsins er laugardaginn 9. maí þá verður farið á Hafurshorn og við ætlum að enda í nýja baðlóninu við Laugarás. Síðan verður í boðið að koma í helgarferð: Sumarsólstöður á Ströndum í júní 2026.

Gönguhópurinn er með FB hóp en tölvupóstur verður sendur á þátttakendur á mánudegi fyrir miðvikudagsgöngunar og á fimmtudegi fyrir laugardagsgöngunar. Ef veðrið er ekki hagstætt á laugardegi þá kemur til greina að færa gönguna yfir á sunnudag eða helgina þar á eftir. Við veljum svæði/fjöll eftir veðri. Þau fjöll sem koma til greina þessa önnina verða: 

Miðvikudagsgöngur: Hafrahlíð, Hróðmundartindur, Kerhólakambur, Leirvogsgljúfur, Melahnúkur, Miðdegishnúkur, Miðfell, Sólarhringur, Skálafell, Skyrhlíðarhorn og Ölfusvatnsfjöll

Laugardagsgöngur: Axlarhyrna, Bjarnarhafnarfjall, Búrfell, Dagmálafjall í Eyjafjöllum, Grímsfjall, Hrútaborg, Mosfellsheiði, Sáta, Skarðsfjall, Svínaskarðsvegur og Þrasaborgir.

Laugardaginn 9. maí 2026 - Göngum við á Hafurshorn og förum í nýja baðlónið í Laugarás*.​​

Helgarferð í júní 2026: Sumarsólstöður á Ströndum**

Dagsetningar:

Janúar: Miðvikudagurinn 28.1. Laugardagurinn 17.1 og 31.1

Febrúar: Miðvikudagurinn 11.2 og 25.2. Laugardagurinn 14.2 og 28.2

Mars: Miðvikudagurinn 11.3 og 25.3. Laugardagurinn 14.3 og 28.3

Apríl: Miðvikudagurinn 8.4 og 22.4. Laugardagurinn 11.4 og 25.4

Maí: Miðvikudagurinn 6.5 og Laugardagurinn 9.5 

Júní: Helgarferð 18-21.6.2026**

Verð: 79.900

15% afsláttur er veittur af seinna gjaldinu fyrir fjölskyldumeðlim með lögheimili á sama stað

15% afsláttur er veittur til elli- og örorkulífeyrisþega

*Baðlón Laugarási greiðis sér

**Helgarferð greiðist sér

Hægt að skipta greiðslum vaxtalaust í 3 mánuði, greiða 5.1, 5.2 og 5.3. Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði

​​

Skráning með því að senda fullt nafn og kennitölu hér. Eftir skráningu þá kemur krafa í netbankann sem þarf að greiða 5. janúar 2026

Fararstjórn: Edith Gunnars og aðrir fararstjórar Ferðasetursins

bottom of page