top of page

Velkomin í Ferðasetrið, þar sem ævintýrin byrja

Ferðasetrið er fjölskyldurekið fyrirtæki með hjarta og sál. Edith Gunnarsdóttir, stofnandi og eigandi, hefur brennandi áhuga á ævintýralegum ferðum, fólki og menningu. Við erum ekki bara fyrirtæki, heldur hugarfar sem leggur áherslu á að breyta ferðalögum í ævintýri og skapa ógleymanlegar minningar.

Við bjóðum upp á ævintýraferðir allan ársins hring, bæði innanlands og utan. Okkar helsta markmið er að nota persónulega reynslu okkar og menntun til að veita viðskiptavinum okkar einstaka þjónustu. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á persónulega þjónustu þar sem gleði, fagmennska og öryggi eru í fyrirrúmi.

Í okkar huga er það ekki einungis áfangastaðurinn heldur ferðalagið sjálft og fólkið sem við deilum því með. Við trúum því að hver ferð sé einstök og við leggjum metnað í að gera hverja ferð ógleymanlega.

bottom of page