top of page
IMG_4665.jpg

Heilsuspor fyrir líkama & huga - Kvennahópur

Heilsuspor er heilsuverkefni ætlað konum sem vilja styrkja bæði líkama og huga á nærandi hátt. Við trúum því að heilsa snúist ekki einungis um líkamlega hreyfingu – hugurinn þarf líka sína umhyggju og ró. Gönguferðirnar eru ætlaðar konum sem hafa einhverja REYNSLU af gönguferðum. Þetta er ekki fyrir þær konur sem eru að stíga sín fyrstu skref og hafa ALDREI gengið á fjöll.

Í Heilsuspori sameinum við göngur og jóga sem er frábær tvenna:

  • Á mánudögum förum við í gönguferðir í og við höfuðborgarsvæðið.

  • Á fimmtudögum snúum við inn á við með Yin jóga, jóga nidra og Gong tónheilun, þar sem áhersla er lögð á djúpa slökun, endurnæringu og innri styrk.

Hvað er Yin jóga?

Yin jóga er dásamlega rólegt og djúpt jógaform sem leggur áherslu á kyrrð, slökun og teygjur.

  • Í Yin jóga er stöðunum (asana) haldið lengur en í hefðbundnu jóga – oft í 3–5 mínútur, stundum lengur. Þú notar púða, teppi eða kubba til að styðja við líkamann og slaka alveg á í hverri stöðu.

  • Yin jóga vinnur á bandvef (tengivef), liðum og liðböndum – ekki vöðvunum eins og hefðbundnara jóga. Þetta bætir liðleika, mýkir líkamann og styrkir orkubrautirnar (meridians) samkvæmt kínverskri læknisfræði.

  • Yin jóga styrkir og hjálpar til við að sleppa takinu og gefa eftir. Það er eins konar hugleiðsla í gegnum líkamann og hjálpar mikið gegn streitu og kvíða.

  • Yin jóga hentar öllum – bæði þeim sem eru að leita að meiri ró og þeim sem vilja bæta jafnvægið við annan líkamlegan eða andlegan æfingabanka.

  • Yin jóga er oft lýst sem "andstæðu yang jóga" (hatha, astanga, vinyasa jóga, lyftingar, göngur eða hlaup), þar sem við hægjum á, förum inn á við og vinnum djúpt í líkamanum.

Hvað er Gong tónheilun?

Gong tónheilun (eða gong sound healing á ensku) er tegund af hljóðheilun sem spilað er á Gong, sem gefur frá sér djúpa, sveiflandi tóna sem stuðla að slökun, andlegri hreinsun og líkamlegum bata.

  • Hljóðbylgjurnar frá Gonginu hafa áhrif á heilabylgjurnar í okkur og auðvelda okkur að komast í dýpra slökunarástand.

  • Titringurinn getur haft áhrif á líkamsfrumur og orkukerfi líkamans og þannig stuðlað að losun spennu og stíflaða orku.

Yin jóga og Gongtónheilun er frábær blanda við aðrar æfingar eins og göngur og er ótrúlega endurnærandi. Það er eins og að gefa taugakerfinu langt og mjúkt faðmlag 🌸

Heilsuspor er fyrir allar konur sem vilja taka heilsuna í eigin hendur á kærleiksríkan og markvissan hátt – með virðingu fyrir líkamanum og nærgætni við hugann. Komdu með í ferðalag sem lætur þig stíga spor að betri líðan, meiri gleði og innri ró.

​​

Gönguferðirnar eru ALLA mánudaga og jógatímarnir eru ALLA fimmtudaga. Mánudagsgöngurnar byrja kl.18-20/21 og jógatímarnir byrja kl.19-20.30. Þátttakendur koma sér sjálfir á upphafsstað göngu en það er alltaf í boðið að keyra í samfloti og sameinast í bíla. Alls eru þetta 12 mánudagsgöngur og 12 jógatímar. Fyrsta ganga hópsins er mánudaginn 8. september kl.18 og seinasta gangan er 24. nóvember. Fyrsti jógatíminn er fimmtudaginn 11. september og síðasti er 27.11. Jógatímarnir eru kenndir hjá Hugarsetrinu í Síðumúla. Hægt að lesa um Hugarsetrið hér

Stofnaður verður FB hópur fyrir verkefnið og tölvupóstur verður sendur á þátttakendur á laugardegi fyrir mánudagsgöngunar. Ef veðrið er ekki hagstætt á mánudegi þá kemur til greina að færa gönguna yfir á þriðjudag. Við veljum svæði/fjöll eftir veðri. Þau fjöll sem koma til greina þessa önnina fyrir gönguferðirnar verða: 

Mándagsgöngur: Hrafnabjörg, Sporhelludalir, Vífilsfell, Austurheiðar Reykjavíkur, Hákinn og Nípa, Háihnúkur, Nyrðri og Syðri Eldborg, Geldinganes, Fálkaklettur, Eldborg og Stóra Kóngsfell, Stóri Meitill, Blákollur, Lágaskarðs- og Þrengslahnúkur, Undirhlíðar, Þverfell og Rauðuhnúkar

Dagsetningar:

September gönguferðir: Mánudagar 8-15-22-29

September jógatímar: Fimmtudagar 11-18-25

Október gönguferðir: Mánudagar 6-13-20-27

Október jógatímar: Fimmtudagar 2-9-16-23-30

Nóvember gönguferðir: Mánudagar 3-10-17-24

Nóvember jógatímar: Fimmtudagar 6-13-20-27

Verð:​ 89.900 kr 

Bara göngurnar: 69.900

Þær sem hafa verið í Kvennafjöri fá afslátt (hægt að senda okkur póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is

Hægt að skipta greiðslum vaxtalaust í 3 mánuði, greiða 1.9, 1.10 og 1.11. Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði

A.T.H það er takmarkað pláss í allt verkefnið með jóga. Skráning fer fram með því að senda fullt nafn og kennitölu hér. Eftir skráningu þá kemur krafa í netbankann sem þarf að greiða 1. september 2025

Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir og Hafrún Dögg Hilmarsdóttir

bottom of page