Dólómítar - Lúxusferð 1 - 8. júlí 2025
1. júlí 2025
8 dagar
frá 499.900 kr
Ógleymanlega ferð um fallegustu svæði Dólómítana, þar sem stórbrotin náttúrufegurð sameinar fjallaskörð, dali og ævintýraleg þorp í óviðjafnanlegri upplifun. Dólómítarnir, sem eru hluti af Ítölsku Ölpunum, eru þekktir fyrir sína tignarlegu klettatinda sem rísa hátt eins og virkisveggir og skapa ótrúlega sjón í öllum sínum dýrð.
Í þessari ferð heimsækjum við helstu kennileiti Dólómítana og njótum ótal gönguleiða sem henta bæði byrjendum og lengra komnum. Hver leið opnar dyr að ógleymanlegu útsýni yfir grænblá vötn, blómleg engi og háreista tinda sem teygja sig upp í himininn.
Þessi ferð er fullkomin fyrir þau sem vilja njóta einstakra gönguleiða sem eru ekki of krefjandi, en bjóða upp á stórkostlegt útsýni.
Í lok ferðar er farið á glæsilegt hótel við Gardavatnið. Hótelið er með spa, líkamsrækt, sundlaugum, framúrskarandi veitingarstöðum og einstöku umhverfi þar sem fjallgarðar umlykja vatnið.
Gisting er 3 nætur á 4ra stjörnu hóteli í Ortisei með spa, í tvíbýli með morgunmat
Gisting er 2 nætur á 3ja stjörnu hóteli í Dobbiach með spa, í tvíbýli með morgunmat
Gisting er 2 nætur á 4ra stjörnu hóteli við Gardavatn með spa, í tvíbýli með morgunmat
Þátttakendur þurfa að vera í ágætis formi fyrir þessa ferð. Sumir göngudagar eru rétt yfir 15 km en þar er alls ekki mikil hækkun. Göngutími er frá 5-7 klst á dag.
Láttu drauminn um Dólómítana rætast – komdu með okkur í þessa óviðjafnanlegu lúxusferð þar sem náttúrufegurð, afþreying og slökun sameinast í eina einstaka upplifun.
Hápunktur ferðarinnar:
-
Val Gardena svæðið
-
Stærsta háfjallaslétta Evrópu Alpe di Siusi
-
Sassolungo 3.181 eitt af frægustu fjöllum Suður Týról
-
Cinque Torri eitt helsta kennileiti Cortina
-
Úti stríðssafn frá fyrri heimstyrjöldinni
-
Tre Cime, helsta kennileiti Dólómítana
-
Lake Braise
-
Gardavatnið
Greiða þarf staðfestingargjald til að festa sæti við bókun, staðfestingargjaldið er 49.900 kr. Lokagreiðsla þarf að greiða fyrir 1.5. 2025. Hægt að skipta greiðslum niður. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is
Lámarksfjöldi 16, hámark 22
Verð: 499.000 kr með flugi* *miðað við tvíbýlí, aukagjald vegna einbýli er 80.000 kr
*miðað við tvíbýlí, aukagjald vegna einbýli er 80.000 kr
Innifalið í verði:
-
Undirbúningsfundur
-
Flug með Icelandair, handfarangur og 1x 23 kg innrituð taska (ef flug er keypt í pakkanum)
-
Akstur til og frá flugvelli að hóteli með einkarútu
-
Gisting í 3 nætur á 4ra stjörnu hóteli í Ortisei með morgunmat
-
Gisting í 2 nætur á 3ja stjörnu hóteli í Dobbiach með morgunmat
-
Gisting 2 nætur á 4ra stjörnu hóteli við Gardavatn með morgunmat
-
Aðgangur að spa og sundlaugum á hóteli
-
Stætó í Ortisei
-
Akstur á milli hótela og upphafsstað göngu með einkarútu
-
Íslensk fararstjórn
-
1 gönguferð fyrir ferð
Ekki innifalið í verði:
-
Ferða-, slysa- og farangurstrygging
-
Forfallatrygging
-
Hádegismatur, nesti og snarl
-
Kvöldmatur
-
Drykkir
-
Aðgangur í kláfa
-
Þjórfé (veitingarstaðir)
Dagskrá
Dagur 1 - 1.7 2025 - Ferðadagur flug frá Íslandi til München
Við lendum í München um kl. 13.05. Akstur til Ortisei með einkarútu.
Innifalið: Akstur og gisting á hóteli með morgunmat
Dagur 2 - 2.7 - Alpe di Siusi
Eftir morgunmat tökum við kláf upp á slétturnar. Göngum hring um þessa stærstu háfjallasléttu Evrópu sem býður upp á einstakt ústýni yfir fjallgarða og eitt frægasta fjall Suður Týról, Sassolungo. Tökum hádegismat í fjallaskála á svæðinu. Eftir gönguna er möguleiki á að taka kláfa upp í Secda og skoða sig þar um. Einungis 15 mín gangur á milli kláfa.
Gönguvegalengd: 15 km
Göngnuhækkun: 500 metrar hækkun
Göngutími: 5-7 klst
Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat og leiðsögn
Dagur 3 - 3.7 Sassolungo
Eftir morgunmat tökum við strætó upp í Passo Sella 2.218 metra. Göngum hring um eitt af frægustu fjöllum Suður Týról, Sassolungo. Einstaklega falleg gönguleið með stórbrotnu útsýni yfir nálægt svæði og stærstu háfjallasléttu Evrópu Alpe di Siusi. Tökum hádegismat í fjallaskála á svæðinu.
Gönguvegalend: 16 km
Gönguhækkun: 850 m
Göngutími: 8 klst
Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat, strætó og leiðsögn
Dagur 4 - 4.7 Cinque Torri
Eftir morgunmat pökkum við saman og keyrum á næsta svæði. Göngum hring um Cinque Torri sem er eitt helsta kennileiti Cortina. En vetrarólympíuleikarnir verða haldnir þar 2026. Við göngum hring um úti stríðssafn frá fyrri heimstyrjöldinni sem er staðsett við Cinque Torri turnana. Við tökum hádegismat í fjallaskála á svæðinu. Eftir gönguna er akstur til Dobbiach þar sem við tékkum okkur inn á hótel
Gönguvegalengd: 11 km
Gönguhækkun: 700 m
Göngutími: 5-6 klst
Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat, akstur og leiðsögn
Dagur 5 - 5.7 Tre Cime
Eftir morgunmat er akstur upp í 2.333 m þar sem gangan byrjar við Auronzo skálann. Við göngum hring um þessa einstöku turna og tökum hádegismat Locatelli fjallaskálanum þar sem útsýnið er stórkostlegt. Ein fallega gangan um Dólómítana að okkar mati.
Gönguvegalengd: 11 km
Gönguhækkun: 400 m
Göngutími: 6 klst
Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat og leiðsögn
Dagur 6 - 6.7 Lake Braise - Gardavatnið
Eftir morgunmat pökkum við saman og tékkum okkur út af hótelinu. Akstur að Lake Braise, stutt ganga um þetta himneska vatn. Að lokinni göngu er akstur á Gardavatn þar sem við tékkum okkur inn á glæislegt hótel í Riva del Garda.
Gönguvegalengd: 5 km
Gönguhækkun: 50 m
Göngutími: 2 klst
Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat, akstur og leiðsögn
Dagur 7 - 7.7 Frjáls dagur við Gardavatnið
Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat
Dagur 8 - 8.7 - Ferðadagur
Frjáls dagur til kl. 17. Akstur á flugvöll í Mílanó. Flug kl. 23.00 til Íslands (lendum 9.7 kl. 1.15)
Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat og akstur