top of page
CLIMBING-MOUNT-MERU-IN-TANZANIA-5-1024x683_edited.jpg

Gönguferð á Mt. Meru og Kilimanjaro 

Framandi náttúra Tansaníu, gleði og menning heimamanna gera þessa ferð að ævintýralegustu gönguferð lífs þíns.

 

Í þessari gönguferð er gengið á Mt. Meru (4.566 m) sem er næst hæsta fjall Tansaníu og fimmta hæsta fjall í Afríku. Það er einnig gengið á Kilimanjaro (5.895 m) sem er hæsta fjall Afríku, hæsta frístandandi fjall heims og eitt stærsta eldfjalla heims. Fjallið rís tignarlega upp frá sléttum Tansaníu.

 

Mt. Meru er staðsett í miðjum Arusha þjóðgarðinum. Fjallið er tignarlegt eldfjall um 70 km vestur af Kilimanjaro. Þegar toppnum er náð við sólarupprás er fagurt útsýni til allra átta og þar á meðal Kilimanjaro. Kilimanjaro. Á gönguleið Kilimanjaro er farið í gegnum öll gróðurbelti jarðar þar sem loftslagið sveiflast frá hitabelti niður fyrir frost á hæsta tindi Kilimanjaro, Uhuru peak. Þegar toppnum er náð er magnað útsýni yfir sléttur Tansaníu og  Mt. Meru sem er einstakt 

Gangan á Mt. Meru tekur 4 daga og þar er gist í skálum. Gangan á Kilimanjaro tekur 6 daga og þar er gist í tjöldum. Ástæðan fyrir því að gengið er 6 daga en ekki 7 á Kilimanjaro er vegna þess að það er búið að hæðaraðlaga með 4ra daga göngu á Mt. Meru. Allur farangur, matur og búnaður er borinn upp á fjallið af burðarmönnum. Innifalið í ferðinni eru þrjár máltíðir á dag (hægt að fá grænmetisrétti). Það eru kokkar sem sjá um alla eldamennsku á fjallinu. Það eina sem þátttakendur þurfa að bera er lítill bakpoki með vatni og auka fatnað.

Gist verður á hóteli fyrir og eftir göngu á Kilimanjaro.  Ferðasetrið mælir með 1 auka frídegi fyrir gönguferðina til að slaka. Gönguferðin er 10 dagar, 2 nætur á hóteli og 2 ferðadagar þá tekur feriðin 14 daga. Hægt að bæta við auka nótt á hóteli, safaríferð og/eða Sansibar.

Gengið verður í mismunandi hæð og veðurfar hugsanlega ólíkt eftir því. Það getur orðið kalt á kvöldin, nóttunni og efst í fjallinu. Einnig getur gangan orðið krefjandi þegar ofar dregur vegna þunna loftsins. Fólk þarf því að vera vel undirbúið og með réttan búnað. 

Ferðasetrið rekur útibú í Tansaníu og hefur sterka tengingu við svæðið.Yfirleiðsögumaður okkar býr bæði í Tansaníu og á Íslandi, sem tryggir einstakt innsæi og mikinn öryggisfaktor fyrir ferðalanga.

Innifalið í verði:

  • Akstur til og frá flugvelli að hóteli 

  • Akstur að upphafsstað göngu og til baka á hótel

  • Gisting 3 nætur á hóteli, fyrir og eftir gönguferðir með morgunmat

  • Erlend fararstjórn 

  • Öll þjónusta á fjallinu, yfirleiðsögumaður, aðstoðar leiðsögumenn, burðarmenn og kokkur

  • Skálagisting 3 nætur á Mt. Meru

  • Tjaldgisting 5 nætur á Kilimanjaro

  • Eldhústjald, svefntjöld og dýnur

  • Matur á göngunni, hægt að fá grænmetisrétti (3 máltíðir á dag)

  • Vatn, kaffi, kakó og te

  • Þjóðgarðsgjöld

  • Súrefnistankar

  • Staðfestingarskjal um að hafa lokið göngu

Ekki innifalið í verði:

  • Flug til Tansaníu - Ferðasetrið getur aðstoðað við kaup á flugi

  • Þjórfé

  • Vegabréfsáritun til Tansaníu sem kostar $51

  • Ferða-, slysa- og farangurstrygging

  • Kvöldmatur fyrir og eftir göngu á hóteli

Mikilvægar upplýsingar

Bólusetningar og lyf: Mikilvægt er að hafa samband við heilsuhægslustöð varðandi bólusetningar og lyf. Einnig er hægt að hafa samband við Vinnuvernd/Ferðavernd og bóka viðtal /ráðgjöf vegna bólusetningar hægt að sjá hér:

https://www.vinnuvernd.is/en_GB/bolusetningar-ferdalog

Vegabréf: Þarf að vera í gildi 6 mánuði eftir að viðkomandi lendir í Tansaníu

Vegabréfsáritun: Sækja þarf um vegabréfsáritun til Tansaníu. Það tekur c.a 5 - 10 daga. Viðkomandi fyllir út umsókn á netinu (sér umsókn fyrir maka og börn). Með umsókn þarf að fylgja passamynd(má vera tekin á síma eða af FB), mynd af vegabréfi og flugmiði(pdf skjal). Hægt að sækja um hér:

https://visa.immigration.go.tz/

Dagskrá:

Dagur 1. Ferðadagur

Ferðadagur, flug frá Íslandi til Tansaníu.  

Dagur 2. Velkomin til Tansaníu

Akstur á hótel í Arusha, frjáls tími. Upplýsingafundur með fararstjórum ferðarinnar kl. 18.

Innifalið: Akstur og hótelgisting með morgunmat

Dagur 3. Göngudagur 1 - Mt. Meru

Fyrsti dagurinn á leið upp á Mount Meru hefst við Momella-hliðið í Arusha-þjóðgarðinum, þar er hópurinn skráður inn og hittir leiðsögumenn ásamt vopnuðum þjóðgarðsverði sem fylgir hópnum upp fjallið vegna dýralífsins í kring.

Gangan hefst í 1.600 metra hæð og leiðin liggur í gegnum fallega og fjölbreytta náttúru: Gróskumikla skóga, opna gresju og skógi vaxna dali. Á leiðinni sjást stundum dýr eins og gíraffar, sebrahestar, buffalo og mismunandi fuglategundir – einstök upplifun að ganga upp á fjall með villta náttúru allt í kring. Við göngum á þægilegum stígum alla leið í Miriamkamba búðir sem eru í 2.500 metra hæð en búðirnar eru umkringdar skógum. Útsýnið yfir Arusha-þjóðgarðinn er einstaklega fallegt og ef það er heiðskýrt sést yfir á Kilimanjaro. Fyrsti dagurinn gefur góða innsýn í ferðina fram undan er.

Gönguvegalengd: 11 km

Göngnuhækkun: 1.000 metrar hækkun

Göngutími: 5-6 klst

Innifalið: Morgun- hádegis- og kvöldmatur, akstur að hliði, gisting í skála og leiðsögn

Dagur 4. Göngudagur 2 - Mt. Meru

Annar dagurinn hefst snemma morguns í skógivaxnu umhverfi Miriakamba búðanna,

þar sem fuglasöngur og ferskt fjallaloft vekja hópinn. Eftir morgunverð er haldið af stað upp brattari og krókóttari stíga, með stefnuna á Saddle Hut, sem liggja í um 3.570 metra hæð yfir sjávarmáli. Gróðurinn breyttist smám saman þegar komið er upp fyrir skógarlínuna: Hávaxnar trjátegundir víkja fyrir runnagróðri og útsýni yfir Meru og jafnvel til Kilimanjaro ef skýin halda sig fjarri.
 

Saddle Hut-búðirnar eru staðsettar í grasi vöxnu skarði milli Mt. Meru (4.566 m) og Litla Meru (3.820 m). Eftir að hafa komið okkur fyrir í búðunum er boðið upp á valfrjálsa göngu upp á Little Meru – frábært tækifæri til að aðlagast hæðinni enn betur og njóta stórkostlegs útsýnis. Kvöldinu er varið í hvíld fyrir toppgönguna sjálfa sem byrjar um miðætti.

Gönguvegalengd: 7 km

Göngnuhækkun: 1.000 metrar hækkun

Göngutími: 4-5 klst

Innifalið: Morgun- hádegis- og kvöldmatur, gisting í skála og leiðsögn

Dagur 5. Göngudagur 3 - Mt. Meru

Toppaganga byrjar um miðnætti, gangan er erfið en vel þess virði. Markmiðið er að ná toppi Meru, Socialist Peak (4.566 m) við sólarupprás. Útsýnið af tindinum er stórkostlegt. Eftir að toppnum er náð er gengið aftur niður í Saddle búðir og þar er tekin hádegisverður og smá hvíld áður en gengið er niður í Miriamkamba búðir í 2.500 metra hæð, þar er gist í skálum. 

Gönguvegalengd: 12 km upp á topp og niður í skála + 7 km í Miriamkamba

Göngnuhækkun: 1.100 metrar hækkun á toppinn + 1.000 metra lækkun í Miriamkamba

Göngutími: 10-12 klst á toppinn og 3-4 klst niður í Miriamkamba

Innifalið: Morgun- hádegis- og kvöldmatur, gisting í skála og leiðsögn

Dagur 6. Göngudagur 4 - Mt. Meru

Eftir ógleymanlega toppgöngu og vel heppnaða nótt í Miriakamba búðum, hefst síðasti göngudagurinn á Mt. Meru. Í rólegheitum göngu við niður að Momella-hliðinu. Gönguleiðin er um gróskumikla skóga og út á víðfeðmar háslettur Arusha-þjóðgarðs.

Á leiðinni sáum við villt dýr í sínu náttúrulega umhverfi – Gíraffa, villisvín, apa og  buffaloþ  Þessi hluti göngunnar minnir frekar á safarí heldur en fjallgöngu og er fallegur endir á ferð sem sameinaði ævintýri, náttúru og áskoranir.

Hópurinn kemur aftur að Momella-hliðinu um hádegið og þar kveðjum við Mt. Meru fjallið með þakklæti og virðingu. Fjallið býður ekki aðeins upp á stórkostlegt landslag og lífríki, heldur líka gefið okkur tíma til að tengjast náttúrunni – og okkur sjálfum – á nýjan hátt.

Hópurinn er sóttur og keyrður aftur sama á hótel í Arusha og í byrjun ferðar. Þar er hægt að láta þreytuna líða úr sér eða fara í nudd áður en ganga byrjar á Kilimanjaro daginn eftir.

Gönguvegalengd: 7 km

Göngnuhækkun: 1.100 metrar hækkun

Göngutími: 2-3 klst

Innifalið: Gisting á hóteli, morgunmatur, leiðsögn og akstur á hótel

Dagur 7. Göngudagur 5 - Kilimanjaro

Fyrsti dagurinn á leið okkar upp Kilimanjaro hefst við Machame-hliðið, í um 1.800 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar er hópurinn skráður inn, hittir alla sem verða með í þessari ferð og síðan er haldið af stað inn í þéttan og rakan regnskóg sem einkenndi fyrstu kafla göngunnar. Stígurinn liggur í gegnum hávaxinn gróður og grænan skógarheim þar sem heyra má fuglasöng og apahl

jóð í trjátoppunum. Gönguleiðin var tiltölulega róleg, en þó var ör hæðaraukning á köflum – og mikill raki sem krafðist þolinmæði og jafns gönguhraða.

Eftir um 5–7 klukkustunda göngu og rúmlega 1.200 metra hækkun náðum við Machame búðunum, staðsettum í um 3.000 metra hæð. Þar tók við fyrsta kvöldið á fjallinu – þar sem við nutum máltíðar, hlýddum á kvöldsöng frá fararstjórum og byrjuðum að finna fyrir andrúmslofti hæðaferðalagsins.

Skógurinn umhverfis búðirnar var þéttur og draumkenndur í kvöldroðanum – og það var eitthvað sérstakt við að sofna meðvitaður um að við vorum rétt að hefja göngu á hæsta fjalli Afríku.

Eftir morgunmat er hópurinn sóttur og keyrt að Machame hliðinu (1.800 m) þar sem gangan byrjar. Gengið er í Machame búðir sem eru í 3.000 metra hæð. Þar verða burðarmenn búnir að setja upp tjaldbúðir. Gist í 2ja manna tjöldum.

Gönguvegalengd: 11 km

Göngnuhækkun: 1.200 metrar hækkun

Göngutími: 5-7 klst

Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldmatur. Akstur að hliði, gisting í tjaldi og leiðsögn.

Dagur 8. Göngudagur 6 - Kilimanjaro

Eftir morgunmat er gengið frá Machame búðum í Shira búðir sem eru í 3.950 metra hæð. Gisting í tjöldum.

Gönguvegalengd: 5 km

Göngnuhækkun: 900 metrar hækkun

Göngutími: 5-6 klst

Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldmatur. Gisting í tjaldi og leiðsögn

Dagur 9. Göngudagur 7 - Kilimanjaro

Eftir morgunmat er gengið frá Shira búðum upp í Lava Tower (4.600 m). Þar borðum borðum við hádegismat áður en við lækkum niður aftur. Gengið frá Lava Tower niður í Barranco búðir (3.950 m). Gisting í tjöldum.

Gönguvegalengd: 6 km

Göngnuhækkun: 600 metrar hækkun

Göngutími: 3-4 klst 

Ganga dagsins er 10 km, 800 metra hækkun og tekum um 6-8 klst.

Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldmatur. Gisting í tjaldi og leiðsögn

Dagur 10. Göngudagur 8 - Kilimanjaro

Eftir morgunmat göngum við frá Barranco búðum upp Barranco wall og í Barafu búðir (4.673 m). Gisting í tjöldum. Ganga dagsins er 10 km, 900 metra hækkun og tekur 6 - 8 klst.

Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldmatur. Gisting í tjaldi og leiðsögn

Dagur 11. Göngudagur 9 - Kilimanjaro

Toppadagur, við byrjum göngu um miðnætti og göngum fyrstu klukkustundirnar með höfuðljós að Stella Point (5.756 m). Þar ætlum við að njóta sólarupprásarinnar áður en við höldum áfram síðasta hlutann að Uhuru tindinum (5.895 m). Eftir að við erum búin að njóta þess að standa á hæsta tindinum höldum við aftur niður í Barfu búðir í (4.673 m). Þar tökum við smá  hvíld  áður en við höldum áfram niður í  Mweka búðir (3.068). Gisting í tjöldum. Ganga dagsins er 5 km upp og 12 km niður, 1200 metra hækkun, 3000 metra lækkun,  tekur 7 - 8 tíma upp og 5 - 6 tíma niður. 

Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldmatur. Gisting í tjaldi og leiðsögn

Dagur 12. Göngudagur 10 - Kilimanjaro

Eftir morgunmat er gengið frá Mweka búðum niður af fjallinu að Mweka hliðinu (1.640 m). Þar endar gangan og við erum sótt og keyrð aftur á hótel í Arusha. Ganga dagsins er 10 km og tekur um 5 klst

Innifalið: Morgunmatur, hótelgisting, leiðsögn og akstur á hótel.

Dagur 13. Ferðdagur

Eftir morgunmat er frjáls tími áður en við erum keyrð á flugvöllinn.

 

Hægt að kaupa safarí og Zansibar aukalega.

Innifalið: Morgunmatur og akstur á flugvöll

bottom of page