top of page
shutterstock_389136313_edited.jpg

Ævintýraferð til Perú - á slóð Inkanna með viðbótar ævintýri til Bolivíu 2026

12. maí 2026
12+ dagar
frá 525.000 kr

Upplifðu einstakt ævintýri í Suður-Ameríku! Í Perú göngum við hina sögufrægu Inka slóð að hinum stórbrotnu rústum Machu Picchu, förum um gróðursælan Helga dal eða Sacred Valley og sjáum stórkostlegt landslag á Regnbogafjalli. 

Upplifðu ógleymanlega ævintýraferð í Perú þar sem þú ferðast um einhverja merkustu staði landsins. Gönguferðin hefst á hinni sögufrægu Inka slóð (Inca Trail) þar sem þú fylgir fótsporum Inka þjóðarinnar um forn slóðir. Þetta er ein vinsælasta gönguleið í heimi og býður upp á einstaka upplifun í hjarta Andesfjalla Perú. Þessi fornfræga leið sem var hluti af stærra neti vegakerfa Inkaríkisins leiðir göngufólk í gegnum stórkostleg landsvæði þar sem blanda af náttúrufegurð, menningararfi og sögulegum minjum skapar einstaka upplifun. Lokatakmarkið er ekkert minna undir heimsins - Machu Picchu

Áður en þú heldur á Inca slóðirnar gefst þér tækifæri til að skoða hin töfrandi Helga dal eða Sacred Valley. Þessi gróðursæli dalur var mikilvæg landbúnaðarmiðstöð Inka ríkisins og er þekktur fyrir ótrúlegt landslag og sögulega staði eins og Pisac og Ollantaytambo. Þar munt þú einnig fá innsýn í menningu og hefðir frumbyggja svæðisins.

Til að fullkomna ævintýrið heldur þú í dagsferð upp á hið einstaka Regnbogafjall (Vinicunca), þar sem þú munt sjá náttúrulegt undur í formi marglitaðs fjalls. Litadýrðin er óviðjafnanleg þar sem litirnir eru myndaðir af náttúrulegum steinefnum í jarðlögunum.

Þessi ferð býður ekki aðeins upp á stórkostlegt landslag heldur einnig tengingu við ríka sögu og menningu Perú. Hvort sem þú ert að leita að ævintýrum, náttúrufegurð eða sögulegum upplifunum, er þessi ferð eitthvað sem þú munt aldrei gleyma. 

Mjög auðvelt að framlengja ferðina í Lima eða ferðast áfram í Suður Ameríku með Latam Airlines.

Viðbótar ævintýri til Bólivíu – La Paz og Saltflatirnar í Uyuni

Í lok ævintýraferðarinnar um Perú býðst þér einstakt tækifæri til að lengja ferðina og halda yfir til nágrannaríkisins Bólivíu. Þar byrjar ferðin í La Paz, sem er hæsta höfuðborg heims, staðsett í yfir 3.600 metra hæð yfir sjávarmáli. La Paz býður upp á einstaka blöndu af stórbrotinni náttúrufegurð og menningu þar sem hefðbundinn menning frumbyggja blandast við nútímalegan lífsstíl. Göngutúr um götur borgarinnar og heimsókn á sögufræga markaði, svo sem Witches' Market, er ómissandi upplifun.

Eftir að hafa skoðað La Paz leggjum við í 3ja daga ferð um hinar frægu Saltflatir Uyuni (Salar de Uyuni), sem eru stærstu saltflatir heims. Þetta ótrúlega landslag líkist engu öðru: Endalausir hvítir saltkristallar, spegilslétt yfirborð og einstakar sólarupprásir og sólsetur gera þessa ferð að sannkölluðu ævintýri. Ferðin leiðir okkur einnig um fjölbreytt svæði í kring, þar á meðal litrík vötn, gífurleg eldfjöll og heitar uppsprettur.

Þessi ferð er einstakt tækifæri til að upplifa bæði menningarlega og náttúrulega undraheima í Bólivíu. Saltflatirnar í Uyuni eru sannarlega eitthvað sem verður eftirminnilegt til æviloka. Til fá nánari upplýsingar um Bólivíu sendið þá póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is

Hápunktar ferðarinnar

  • 5 daga gönguferð um Inka slóð

  • Machu Picchu - Týnda borg Inkanna

  • Huayna Picchu

  • Dead women´s fjallaskarð 4.200 m

  • Runkuracay fjallaskarð 4.000 m

  • Phuayuparamarca fjallaskarð 3.680 m

  • Helgi dalur - Sacred Valley

  • Regnbogafjall

  • Skoðunarferð um Cusco

  • Skoðunarferð um Lima

Það eru 8 sæti laus. Greiða þarf staðfestingargjald til að festa sæti við bókun, staðfestingargjaldið er 50.000 kr sem er óendurkræft. Lokagreiðsla 475.000 greiðist 12. apríl 2026. Hægt að skipta greiðslum á ferðinni. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is

Lámarksfjöldi 12, hámark 16

Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir og Elinas Jackson ásamt fararstjórum fá Perú

Verð: 525.000*

*miðað við tvíbýlí, aukagjald vegna einbýli er 70.000 kr

Innifalið í verði:

  • Undirbúningsfundur

  • Skoðunarferð í Cusco

  • Skoðunarferð í "Hin helga dal (Sacred Valley)"

  • Gisting í 3 nætur á hóteli í Cusco með  morgunmat

  • Gisting í 1 nótt á hóteli í Ollantaytambo með morgunmat

  • Gönguferð um Inka slóða 5 dagar

  • Gisting í 3 nætur í 2ja manna tjöldum í gönguferð um Inka slóð

  • Allur matur í gönguferð um Inka slóð

  • Kokkur og burðamenn

  • Tjöld og dýnur

  • Gisting í 1 nótt í Agues Calientes

  • Aðgangur í Machu Picchu

  • Aðgangur á Huayna Picchu

  • Akstur að upphafsstað göngu og til baka á hótel í Cusco

  • Akstur og ganga á Regnbogafjall

  • Akstur til og frá flugvelli í Lima

  • Skoðunarferð í Lima

  • Gisting í 2 nætur á hóteli í Lima

  • Íslensk og erlend fararstjórn 

Ekki innifalið í verði:

  • Flug til Perú - Ferðasetrið leiðbeinir með  kaup á flugi

  • Annar matur sem er ekki talinn upp í dagskrá

  • Þjórfé

  • Ferða-, slysa- og farangurstrygging

Ferðatilhögun

Dagur 1. Þriðjudagur 12. maí

Velkomin til Perú. Ferðin byrjar í Lima. Frjáls dagur

Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat

Dagur 2. Miðvikudagur 13. maí 

Lima, höfuðborg Perú, er borg þar sem saga og nútími fléttast saman á einstakan hátt. Hún er þekkt fyrir fallegar byggingar frá nýlendutímanum, líflega menningu og framúrskarandi matargerð. Skoðunarferð hefst í sögulegum miðbæ borgarinnar sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Lima býður upp á fjölbreytta upplifun þar sem saga, menning og matargerð mætast og gera heimsóknina eftirminnilega.

Innifalið: Skoðunarferð um Lima, gisting á hóteli með morgunmat

Dagur 3. Fimmtudagur 14. maí 

Ferðadagur, flogið frá Lima til Cusco. Frjáls dagur í Cusco

Innifalið: Akstur til og frá flugvelli, gisting á hóteli með morgunmat

Dagur 4. Föstudagur 15. maí 

Skoðunarferð um Cusco. Forn höfuðborg Inkaveldisins er einstakur áfangastaður sem heillar ferðalanga með sinni ríkulegu sögu, töfrandi landslagi og menningararfi. Borgin, sem stendur í um 3.400 metra hæð yfir sjávarmáli. 

Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat og skoðunarferð með leiðsögn

Dagur 5. Laugardagur 16. maí

Sacred Valley, eða „Helgi dalurinn,“ er eitt af magnaðasta svæði Perú og ómissandi viðkomustaður fyrir alla sem heimsækja Cusco. Dalurinn liggur á milli Cusco og hins helga fjalls Machu Picchu og var eitt mikilvægasta svæði Inkanna, þar sem þeir ræktuðu mat og byggðu stórkostlegar borgir og virki.

Ferðin um Sacred Valley hefst í bænum Pisac, sem er frægur fyrir sínar stórbrotnu rústir og litríkan handverksmarkað. Hér geta gestir keypt handofna textíla, skartgripi og listmuni frá heimamönnum. Eftir að hafa notið útsýnisins yfir hrísgrjónalaga akra og fjallasal má halda áfram til Ollantaytambo þar sem eitt best varðveitta virki Inkanna stendur enn. Þessi sögufræga staður var mikilvægur varnarpóstur gegn innrás Spánverja og veitir innsýn í snilldarverkfræði Inkanna.

Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat, akstur, skoðunarferð með leiðsögn

Dagur 6. Sunnudagur 17. maí 

Ferðalagið um hina frægu Inka slóð hefst við „Km 82,“ sem er upphafspunkturinn við Urubamba ána, skammt frá Ollantaytambo. Hér hefst fyrsta dagleiðin með því að ganga í gegnum töfrandi landslag Andesfjallanna þar sem snævi þakin fjöll gnæfa yfir græna dali og fornar rústir minna á glæsilegt fortíðarríki Inkanna.

Að lokum nær hópurinn til Hatunchaca í tæplega 3.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Hér geta ferðalangar hvílst og notið dýrðar Andesfjallanna undir stjörnubjörtum himni. Fyrsti dagurinn er tiltölulega mildur í samanburði við það sem koma skal, en hann veitir fullkomna kynningu á ævintýrinu framundan á hinni dásamlegu Inka-slóð.

Gönguvegalengd: 12 km

Göngutími: 5 klst

Innifalið: Morgun- hádegis- og kvöldmatur, gisting í tjaldi og leiðsögn

Dagur 7. Mánudagur 18. maí 2026

Annar dagur Inka slóðarinnar er bæði krefjandi og ógleymanlegur. Þessi hluti ferðarinnar liggur frá Hatunchaca í gegnum þéttan skóg yfir hæstu skörð leiðarinnar og niður í dalinn Pacaymayu. Dagurinn hefst snemma með bröttum uppgöngum þar sem leiðin liggur í gegnum skógivaxin svæði og opna dali. Smám saman minnkar gróðurinn og þegar hæðin eykst verður loftið þynnra. Fyrsti áfangi dagsins er Llulluchapampa þar sem útsýnið yfir Andesfjöllin er stórkostlegt. Þaðan er síðasti og erfiðasti kaflinn upp á Warmiwañusca eða „Dead Woman’s Pass,“ sem er hæsti punktur göngunnar í um 4.215 metra hæð yfir sjávarmáli. Nafnið kemur frá því að fjallið minnir á konu sem liggur á bakinu. Hér er veðrið óútreiknanlegt og hitastigið getur fallið snögglega en umbunin fyrir erfiðið er stórfenglegt útsýni yfir Inka slóðina báðum megin fjallaskarðsins. Eftir smá hvíld hefst niðurför til Pacaymayu dalsins. Þegar komið er að tjaldsvæðinu Pacaymayu í um 3.500 metra hæð geta ferðalangar slakað á, notið matar og undirbúið sig fyrir næsta dag, sem tekur þá í gegnum fleiri forn rústir og töfrandi landslag Inkanna.

Annar dagurinn er talinn sá erfiðasti á Inka-slóðinni, en jafnframt einn af þeim eftirminnilegustu, þar sem hann býður upp á  stórkostlegt útsýni sem verðlaunar alla þá sem takast á við hann.

Gönguvegalengd: 10 km

Göngutími: 8-9 klst

Innifalið: Morgun- hádegis- og kvöldmatur, gisting í tjaldi og leiðsögn

.

Dagur 8. Þriðjudagur 19. maí

Þriðji dagurinn á Inka slóðinni er talinn sá fallegasti. Eftir erfiðan fyrri dag heldur leiðin áfram frá Pacaymayu og liggur í gegnum nokkrar merkilegar rústir Inkanna, gegnum skörð og skóga þar til komið er að Phuyupatamarca sem þýðir „Borgin yfir skýjunum.“ Gangan hefst með göngu upp í annað skarð leiðarinnar, Runkurakay sem er í um 3.950 metra hæð. Við fjallaskörðin eru fornar rústir sem talið er að hafi verið hvíldar- og vaktstöð Inkanna. Héðan er stórkostlegt útsýni yfir dalinn og nærliggjandi fjöll. 

 

Eftir að hafa farið yfir skarðið liggur leiðin niður að Sayacmarca, annarri stórkostlegri rúst sem var einu sinni mikilvægt borgarvirki Inkanna. Hér getur göngufólk stoppað og virt fyrir sér glæsilega stein hýsi og gönguleiðir sem voru smíðaðar fyrir aldir síðan. Eftir Sayacmarca tekur við ótrúlega falleg leið um þéttan skóg. Á þessu svæði blómstra orkideur, grænir mosar, burknar og fuglalíf er fjölskrúðugt. Andrúmsloftið er dularfullt með mjúkum þokubökkum sem leggja sig yfir trén og forn göngustíga Inkanna. 

 

Næsta skarð dagsins er Phuyupatamarca, staðsett í um 3.680 metra hæð. Nafnið þýðir „Borgin yfir skýjunum,“ enda liggur staðurinn oftar en ekki í þokukenndri hæð yfir Andesfjöllunum. Hér eru vel varðveittar rústir með helgihofum, stígum og vatnsrásum sem Inkarnir byggðu. Frá þessu svæði er magnað útsýni yfir fjöllin og niður í Amazon frumskóginn.

Kvöldinu er eytt á tjaldsvæðinu við Phuyupatamarca, þar sem ferðalangar geta notið kyrrðarinnar og geysi fagurs útsýnis yfir landslagið áður en lokaspretturinn til Machu Picchu hefst næsta dag. Þessi dagleið er sannkölluð blanda af ævintýri, sögu og náttúrufegurð sem gerir gönguna ógleymanlega.

Gönguvegalengd: 13 km

Göngutími: 9 klst

Innifalið: Morgun- hádegis- og kvöldmatur, gisting í tjaldi og leiðsögn

Dagur 9. Miðvikudagur 20. maí 

Fjórði og síðasti dagurinn á Inka slóðinni er bæði spennandi og tilfinningaþrunginn þar sem göngufólk nálgast lokatakmarkið – hina týndu borg Inkanna, Machu Picchu. Dagurinn hefst snemma við Phuyupatamarca þar sem morgunþokan svífur oft yfir fjöllunum og skapar dulúðlega stemningu. Héðan liggur leiðin niður í gróskumikinn skóg og áfram að hliðum hins forna undurs.

 

Eftir stuttan göngustund koma ferðalangar að rústunum í Phuyupatamarca sem eru meðal best varðveittu staða Inkanna á leiðinni. Héðan tekur við löng niðurför þar sem göngustígurinn fellur í mjúkum beygjum um 1.000 metra niður í átt að Wiñay Wayna, einni fallegustu rústinni á Inka-slóðinni. Wiñay Wayna, sem þýðir „Eilíf blómgun,“ er forn landbúnaðarmiðstöð með stórkostlegum veröndun, vatnsrásum og hofum. Hér stoppa flestir ferðalangar í smá hvíld og fá sér hádegismat áður en haldið er áfram í átt að Machu Picchu.

 

Frá Wiñay Wayna er lokaáfanginn á göngunni sem liggur eftir mjóum stíg í gegnum þéttan skóg. Stígurinn liggur í gegnum Inti Punku eða „Sólhlið,“ og þar opnast einstakt útsýni yfir Machu Picchu í allri sinni dýrð. Fyrsta sýnin af þessum fornhelga stað er mögnuð, sérstaklega í ljósi þess að ferðalangar hafa unnið sér þessa upplifun með göngu yfir fjögurra daga tímabil. Eftir stutta göngu niður frá Sólhliðinu er komið til sjálfs Machu Picchu þar sem ferðamenn fá fyrsta návígið við hina týndu borg Inkanna. Þaðan er haldið niður í Aguas Calientes, litla bæinn sem liggur við rætur fjallsins þar sem ferðalangar geta slakað á eftir epíska göngu með því að njóta góðs matar og afslöppunar eftir ævintýri lífsins.

Gönguvegalengd: 11 km

Göngutími: 6 klst

Innifalið: Morgun- hádegis- og kvöldmatur, gisting á hóteli með morgunmat og leiðsögn

Dagur 10. Fimmtudagur 21. maí 

Þá er komið að stóru stundinni, týndu borg Inkanna. Við byrjum daginn snemma og tökum fyrstu rútuna til Machu Picchu. Við hefjum daginn á spennandi göngu upp á Huayna Picchu, þar sem við njótum útsýnis yfir hina dularfullu Inkaborg. Gangan upp fjallið er krefjandi en tekur aðeins um 1 klst en er afar verðlaunandi þar sem toppurinn gefur okkur einstakt sjónarhorn yfir Machu Picchu og umhverfið í allri sinni dýrð. Eftir þessa mögnuðu upplifun höldum við áfram að skoða hina týndu borg Inkanna, Machu Picchu, þar sem við kynnumst sögu og leyndardómum þessa ótrúlega staðar. Eftir frábæran dag er haldið aftur til Cusco. ​

Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat, aðgangur í Machu Picchu og Huayna Picchu, Akstur á hótel í Cusco

Dagur 11. Föstudagur 22. maí 

Við byrjum daginn snemma, það tekur um 3 klst að keyra á upphafsstað göngu. Regnbogafjallið einnig þekkt sem Vinicunca eða Montaña de Siete Colores, er eitt af fallegustu náttúruundrum Perú. Það er staðsett í Andesfjöllunum í um 5.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Stutt gönguleið eða um 5 km og tekur um 3-4 klst Þegar komið er að toppnum opnast ótrúlegt útsýni yfir litaða fjallshlíðina sem myndast vegna steinefnainnihalds í jarðveginum. Eftir að hafa notið útsýnisins og tekið myndir er gengið til baka og ekið aftur til Cusco, þar sem ferðin endar síðdegis.

Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat, akstur og leiðsögn á fjallið

Dagur 12. Laugardagur 23. maí 

Formleg ferð um Inka slóð endar. Hægt að framlengja og ferðast áfram innan Suður Ameríku eða fara í viðbótar ævintýri til Bólivíu.

Innifalið: Akstur og morgunmatur

Dagur 12. Laugardagur 23. maí - Viðbótar ævintýri til Bólivíu

Frjáls dagur í Cusco. Ferðadagur Cusco til Puno kl.21.30

​​

bottom of page