top of page
![IMG_1212[2295].jpg](https://static.wixstatic.com/media/ff26b5_4ae6c5fdb2b64581bf5f45ed2b3e3884~mv2.jpg/v1/fill/w_65,h_49,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,blur_2,enc_avif,quality_auto/ff26b5_4ae6c5fdb2b64581bf5f45ed2b3e3884~mv2.jpg)
Grænihryggur 26. júlí 2025
Gönguferð á Grænahrygg og nánasta umhverfi. Þetta er ein fallegasta gönguleið landsins og svæðið er sannkölluð náttúruperla og er einstakt á heimsmælikvarða. Krefjandi ganga um einstaklega fjölbreytt og litríkt landslag. Það þarf að vaða jökulá nokkrum sinnum og áin getur verið straumhörð. Vegalengd 16-18 km, 800 metra hækkun og tekur um 8-9 klst.
Brottför frá Reykjavík kl. 7 á einkabílun. Byrjum göngu kl. 10, gengið um Halldórsgil inn að Grænahrygg. Þátttakendur verða að vera í góðu formi til að fara þessa ferð.
Lámarksfjöldi 20, hámark 35
Verð 14.900 kr*
*innifalið leiðsögn
bottom of page