top of page
IMG_2363[2363]_edited.jpg

UPPSELT - Lúxus jóga og gönguferð á Strandir

Strandir búa yfir kynngimagnaðri orku, dulúð, stórkostlegri náttúru og fegurðin er sem töfrum líkast. Allir koma alltaf endurnærðir heim eftir dvöl á Ströndum. 

Gist verður í 2ja manna herbergjum á Hótel Djúpavík með morgunmat og kvöldmat.

 

Gönguferð um Djúpavík, Glissu og Reykjaneshyrnu. Skoðum fossa í Ófeigsfirði og förum í Gong tónheilun í Ingólfsfirði. Í boði verður að fara í sund í Krossneslaug og sigling í Drangaskörð. Á hverjum morgni verður í boði að fara í sjósund og jóga í fjörunni ásamt jóga nidra djúpslökun í náttúrunni.

Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir og Rakel Magnúsdóttir

 

Uppselt er í ferðina en hægt er að láta setja sig á biðlista með því að senda póst á: ferdasetrid@ferdasetrid.is

bottom of page