top of page
IMG_4792 (1)_edited.jpg

Laugardagsfjör - Þegar viðrar vel til fjalla
Gönguferðir fyrir þau sem hafa reynslu af fjallgöngum

Laugardagsfjör er opin gönguhópur með stakar ferðir. ÞAÐ VERÐUR BARA GENGIÐ ÞEGAR VIÐRAR VEL TIL FJALLA. Þegar við sjáum að allt stefnir í gott veður þá setjum við upp viðburð á FB síðu Ferðasetursins og auglýsum gönguna.

Markmiðið er að hafa gaman á fjöllum í lengri göngum á laugardögum, njóta íslenskrar náttúru í skemmtilegum hópi þegar spáin er góð.

Gengið verður annað hvort á laugardegi eða sunnudegi og byrja göngurnar kl. 9 eða 10. Þátttakendur koma sér sjálfir á upphafsstað göngu, en hópurinn hittist alltaf fyrir göngurnar, sameinast í bíla og keyra í samfloti. Gönguhópurinn er ætlaður þeim sem hafa reynslu af fjallgöngum. 

Fararstjórn: Fararstjórar Ferðasetursins

bottom of page