Zansibar og safarí
Tímabil: 7. júní 2024
- 499.000 íslenskar krónur499.000 ISK
- IS
Laus pláss
Ferð
Ógleymanlegt ferðalag um austur Afríku þar sem þú upplifir margar af fallegustu perlum sem Tansanía hefur upp á að bjóða í einni ferð. Tansanía er mjög framandi og heillandi land, sambland af ævintýri og slökun. Í þessari ferð ætlum við að byrja á safarí og skoða allt það fjölbreytta og framúrskarandi villta dýralíf sem Tansaníu býður upp á. Skoða stærstu öskju heims Ngorongoro gíginn sem er á heimslista UNESCO. Fara á slóðir þar sem fyrsta mannkynið varð til þar sem það dafnaði við Olduvai gljúfrið, sem er kallað vagga heimsins og heimsækja Massai ættbálkinn. Við endum síðan ferðina á slökun á Zansibar, eyjuna sem er þekkt fyrir afslappað umhverfi, fallegar strendur, fagurbláan sjó og einstakri menningu. Við heimsækjum Stone Town sem er á heimslista UNESCO og siglum yfir á Prison Island sem er þekkt fyrir risa skjaldbökur.