top of page

Miðnæturganga á Snæfellsjökul

Tímabil: júní 2024

  • 19.900 íslenskar krónur
  • IS

Laus pláss


Ferð

Sumarsólstöður er sá tími þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs.Við sumarsólstöður sest sólin ekki á stöðum norðan við norðurheimskautsbaug og markar miðsumarið: „lengsti dagur“ og „stystu nótt“ ársins. Haldið hefur verið upp á þau tímamót sem sumarsólstöður eru frá fornu fari í flestum menningarsamfélögum þó með misjöfnum hætti. Ferðasetrið ætlar í tilefni þess að fara í miðnæturgöngu á Snæfellsjökul Við byrjum göngu við Jökulhálsinn, stefnum á að vera á toppnum um kl. 1 eftir miðnætti og þar ætlum við að njóta besta útsýnis sem jökulinn býður upp á, á þessum árstíma. Þátttakendur verða að vera í startholunum dagana 24 -26. júní, því við veljum að sjálfsögðu besta veðrið. Við förum ekki á jökulinn ef veðið er ömurlegt og ekkert ústýni. Þátttakendur fá endurgreitt ef hætt verður við ferðina á jökulinn vegna veðurs. Lámarks fjöldi er 7, hámark 28 Fararstjóri: Edith Gunnarsdóttir


bottom of page