Madeira Perla Atlantshafsins
Tímabil: 22. október 2024
Laus pláss
Ferð
Madeira perla Atlandshafsins er ein af vinsælustu áfangastöðum í Evrópu. Þar finna allir eitthvað við sitt hæfi þar sem mjög auðvelt er að blanda saman, afslöppun, menningu, göngum og jóga. Eyjan tilheyrir Portúgal og hluti þess er á heimsminjaskrá UNESCO. Hún er þekkt fyrir mikla náttúrufegurð og milt loftslag allt árið. Gróskumikil fjöll, suðræn náttúra, háir kletta og oddhvassir tindar. Þrátt fyrir að vera lítil eyja, býður Madeira upp á fjöldann allan af dáleiðandi náttúruperlum. Áhugaverðir staðir eins og Pico do Arieiro og Cabo Girão, sem eru með einstök útsýni, eru aðdráttarmerki fyrir ferðamenn. Madeira er ekki aðeins fyrir göngugarpana heldur býður hún upp á einstaka matarupplifun og vínsmökkun. Funchal höfuðborgin er uppfull af sögu og menningu eyjarinnar, þar sem gamalt blandast nýju. Í þessari ferð ætlum við að blanda saman, afslöppun, menningu, jóga og göngum. Gönguferðir eru val og engin skylda að taka þátt í þeim. Í þessari ferð verður gist á 4ra stjörnu hóteli þar sem allt er innifalið í mat og drykk.