top of page
Það er ekki lengur hægt að bóka í þessa ferð

Föstudagsfjör - Blikdalur

Tímabil: febrúar 2024

  • 4.900 íslenskar krónur
  • IS

Ferð

Föstudagsfjör á Esjunni er gönguverkefni þar sem við ætlum að kynnast gönguleiðum á Esjunni betur. Allar göngurnar verða á föstudagsmorgnum kl. 9 eða 10. Gengið verður einu sinni í mánuði og göngurnar verða 10 talsins. ​Föstudaginn 2.2 kl.10 göngum við inn Blikdalinn á Esjunni. Gangan er 14 km, 500 metra hækkun og tekur um 5-6 klst.  Dalurinn er lengstur Esjudala eða um 7 km að lengd og er um 2 km. breiður milli fjallsbrúna um miðjan dal, en þrengist nokkuð þegar innar dregur og dýpkar þar sem hann klýfur Há-Esjuna milli Dýjadalshnjúks og Kerhólakambs. Svo virðist sem fjöllin á báðar hendur hækki, en í raun og veru hækkar dalurinn jafnt og þétt inn í dalbotn.  Brottför frá KFC Mosfellsbæ kl. 9.30 á einkabílun. Við byrjum göngu kl. 10 við viktarplanið áður en farið er í Hvalfjarðargöngin Fararstjórn: Rakel Magnúsdóttir Verð: 4.900 kr​


bottom of page