Föstudagsfjör á Esjunni
Tímabil: 6.10. 2023 - 7.6. 2024
- 49.900 íslenskar krónur49.900 ISK
- IS
Ferð
Föstudagsfjör á Esjunni er gönguhópur fyrir þau sem vilja gera útivist að lífsstíl. Markmiðið er að hafa gaman á fjöllum, njóta íslenskrar náttúru í skemmtilegum hópi og kynnast nýjum gönguleiðum á Esjunni. Verkefni stendur yfir í 10 mánuði frá september 2023 til júní 2024. Þetta verkefni er kjörið fyrir þau sem kjósa að ganga í nágrenni höfuðborgarinnar og vilja njóta í lengri göngum á virkum degi. Gengið verður fyrsta föstudag í hverjum mánuði, samtals 10 göngur. Gönguhópurinn er ætlaður þeim sem hafa reynslu af fjallgöngum. Föstudags göngurnar byrja kl. 9 eða 10. Verð 49.900 kr, 10% afsláttur fyrir hjón eða par. Það verður hægt að kaupa staka göngu og kostar hver ganga 9.900 kr. Þeir sem eru skráðir í gönguhópa vetur 2023-24 fá afslátt af ferðum/gönguhópum hjá Ferðasetrinu.