top of page

Birgir - Tanzania 2024

Tímabil: febrúar 2024

  • 183.800 íslenskar krónur
  • IS

Laus pláss


Ferð

Zansibar er þekkt fyrir fallegar strendur, afslappað umhverfi og er einn af mest aðlaðandi áfangastöðum Afríku. Hvernig hljómar að byrja daginn á jóga á guðdómlegri strönd, upplifa slökun og finna jafnvægi milli líkama og sálar? Í þessari ferð byrjum við á því að fara í ógleymanlegt safari um þjóðgarða Tansaníu, skoðum Ngorongoro gíginn sem er á heimslista UNESCO. Heimsækjum þorp frumbyggja og sjáum hvernig þau kjósa að lifa lífinu án allra nútíma þæginda. Endum síðan á vikudvöl á Zansibar á lúxus 4* hóteli þar sem allur matur og drykkir er innifalið. Á Zansibar er í boði að fara í skoðunarferð um Stone Town sem er á heimslista UNESCO, bátsferð yfir á Prison Island sem er þekkt fyrir risa skjaldbökur, snorkla og fara á einstakan veitingastað sem er staðsettur á kletti út á sjó. Ógleymanleg ævintýraferð um austur Afríku. Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir ​

bottom of page