top of page
shutterstock_389136313_edited.jpg

Ævintýraferð til Perú og Bólivíu

12. maí 2026
12+ dagar
frá 519.000 kr

Upplifðu einstakt ævintýri í Suður-Ameríku! Í Perú göngum við hina sögufrægu Inka slóð að hinum stórbrotnu rústum Machu Picchu, förum um gróðursælan "Hin heilaga dal" eða Sacred Valley og sjáum stórkostlegt landslag á Regnbogafjalli. Í lok gönguferðar förum við í viðbótarævintýri frá Cusco til Bólivíu. Við ferðumst frá Cusco til Puno við strendur Titica vatns. Við heimsækum Fljótandi eyjarnar (Floating Islands) Uros og Taguile. Titica vatn er staðsett í hjarta Andesfjalla á landamærum Perú og Bólivíu og er hæsta siglingavatn í heimi í 3.830 metra hæð yfir sjávarmáli. Þaðan ferðumst við til Copacabana sem er fallegur og sögufrægur bær við suðurströnd Titica vatns í Bólivíu. Þaðan heimsækjum við hæstu höfuðborg heims, La Paz og njótum ógleymanlegrar 3ja daga ferðar um Saltflatirnar í Uyuni, þar sem töfrandi landslag og spegilsléttar saltflatir bjóða upp á einstaka upplifun.

Upplifðu ógleymanlega ævintýraferð í Perú þar sem þú ferðast um einhverja merkustu staði landsins. Gönguferðin hefst á hinni sögufrægu Inka slóð (Inca Trail) þar sem þú fylgir fótsporum Inka þjóðarinnar um forn slóðir. Þetta er ein vinsælasta gönguleið í heimi og býður upp á einstaka upplifun í hjarta Andesfjalla Perú. Þessi fornfræga leið sem var hluti af stærra neti vegakerfa Inkaríkisins, leiðir göngufólk í gegnum stórkostleg landsvæði þar sem blanda af náttúrufegurð, menningararfi og sögulegum minjum skapar einstaka upplifun. Lokatakmarkið er ekkert minna undir heimsins - Machu Picchu

Áður en þú heldur á Inca slóðirnar gefst þér tækifæri til að skoða hin töfrandi Heilaga dal eða Sacred Valley. Þessi gróðursæli dalur var mikilvæg landbúnaðarmiðstöð Inka-ríkisins og er þekktur fyrir ótrúlegt landslag og sögulega staði eins og Pisac og Ollantaytambo. Þar munt þú einnig fá innsýn í menningu og hefðir frumbyggja svæðisins.

Til að fullkomna ævintýrið heldur þú í dagsferð upp á hið einstaka Regnbogafjall (Vinicunca), þar sem þú munt sjá náttúrulegt undur í formi marglitaðs fjalls. Litadýrðin er óviðjafnanleg þar sem litirnir eru myndaðir af náttúrulegum steinefnum í jarðlögunum.

Þessi ferð býður ekki aðeins upp á stórkostlegt landslag heldur einnig tengingu við ríka sögu og menningu Perú. Hvort sem þú ert að leita að ævintýrum, náttúrufegurð eða sögulegum upplifunum, er þessi ferð eitthvað sem þú munt aldrei gleyma.

Viðbótarævintýri frá Cusco til Bólivíu. Við ferðumst frá Cusco til Puno við strendur Titica vatns. Við heimsækum Fljótandi eyjarnar (Floating Islands) Uros og Taguile. Titica vatn er staðsett í hjarta Andesfjalla á landamærum Perú og Bólivíu og er hæsta siglingavatn í heimi í 3.830 metra hæð yfir sjávarmáli. Það er ekki aðeins stórbrotið að sjá heldur einnig ríkt af sögulegri og menningarlegri arfleið. Á miðju vatninu finnast Uros eyjarnar, einstakar manngerðar eyjar úr totora reyr, þar sem Aymara fólkið hefur byggt og lifað í aldanna rás. Þessar eyjar fljóta á vatninu og eru reglulega endurnýjaðar af íbúunum. Þegar þú heimsækir Uros lærir þú um hefðbundin lífshætti, handverk og hverng samfélagið hefur aðlagast samtímanum án þess að missa tengsl við forna menningu sína. Næst heimsækjum við Taquile eyjar, þekkt fyrir einstaka menningu og fallegt landslag. Íbúar eyjarinnar hafa varðveitt fornar hefðir, þar á meðal handofinn vefnað sem UNESCO hefur viðurkennt sem ómetanlega menningararfleið. Hér getur þú notið stórkostlegs útsýnis yfir vatnið og lært um lífshætti eyjaskeggja, þar sem samfélagið starfar eftir samvinnugildum sem hafa gengið kynslóð eftir kynslóð. Heimsókn 

Heimsókn til Titica vatnsins er meira en bara ferðalag – hún er upplifun af lifandi menningu, sögulegri arfleifð og ógleymanlegri fegurð náttúrunnar. Hvort sem þú vilt kynnast lífi Uros-fólksins, njóta friðsældar Taquile eða einfaldlega dást að tærum bláum sjóndeildarhringnum, þá er Titica vatn staður sem þú munt aldrei gleyma.

​​Við yfirgefum Puno og förum yfir landamærin til Copacabana. Copacabana er fallegur og sögufrægur bær við suðurströnd Titica vatns í Bólivíu. Þessi friðsæli staður er ekki aðeins þekktur fyrir stórbrotið útsýni yfir vatnið heldur einnig sem andleg miðstöð fyrir bæði innfædda og pílagríma frá öllum heimshornum. Eitt helsta kennileitið

í bænum er hin glæsilega Basilíka heilagrar meyjar Copacabana (Basílica de Nuestra Señora de Copacabana). Hún hýsir hina helgu verndardís Bólivíu, La Virgen de Copacabana, sem er dýrkuð af bæði kaþólskum og Aymara-fólkinu. Á hverju ári koma pílagrímar í þúsundatali til að biðja um blessun og taka þátt í hátíðum sem fylla bæinn af lífi og litum. Við heimsækjum hinar goðsagnakenndu Sólareyjar, Isla del Sol. Samkvæmt Inka goðafræðinni fæddust Manco Cápac og Mama Ocllo, fyrstu forfeður Inkanna, á þessum eyjum. Hér má finna fornar rústir, stórkostlegt landslag og tækifæri til að ganga eftir gömlum Inka stígum með stórbrotnu útsýni yfir Titica vatn.

Að lokum er farið til La Paz og saltslétturnar í Uyuni. La Paz er hæsta höfuðborg heims, staðsett í yfir 3.600 metra hæð yfir sjávarmáli. La Paz býður upp á einstaka blöndu af stórbrotinni náttúrufegurð og menningu þar sem hefðbundinn menning frumbyggja blandast við nútímalegan lífsstíl. Göngutúr um götur borgarinnar og heimsókn á sögufræga markaði, svo sem Witches' Market, er ómissandi upplifun. Eftir að hafa skoðað La Paz og Mánadal leggjum við í ferð um hinar frægu saltsléttur Uyuni (Salar de Uyuni), sem eru stærstu saltsléttur heims. Þetta ótrúlega landslag líkist engu öðru: endalausir hvítir saltkristallar, spegilslétt yfirborð og ótrúlegar sólarupprásir og sólsetur gera þessa ferð að sannkölluðu ævintýri. Ferðin leiðir okkur einnig um fjölbreytt svæði í kring, þar á meðal litrík vötn, gífurleg eldfjöll og heit uppsprettur. Við munum einnig heimsækja Isla Incahuasi, klettóttan eyjaklasa með risavöxnum kaktusum sem rísa hátt yfir saltsléttuna.

Hápunktar Perú & Bólivíu

  • 5 daga gönguferð um Inka slóð

  • Machu Picchu

  • Huayna Picchu

  • Hin heilagi dalur - Sacred Valley

  • Regnbogafjall

  • Cusco

  • Puno

  • Titica vatn, hæsta siglingavatn heims

  • Fljótandi eyjarnar - Floating Islands

  • Copacabana

  • Sólareyjan - Isla del Sol

  • La Paz, hæsta höfuðborg í heimi

  • Uyuni saltslétturnar, stærstu saltsléttur í heimi

  • Lima


Þessi ferð er einstakt tækifæri til að upplifa bæði menningarlega og náttúrulega undraheima í Bólivíu. Saltflatirnar í Uyuni eru sannarlega eitthvað sem verður eftirminnilegt til æviloka.

Greiða þarf staðfestingargjald til að festa sæti við bókun, staðfestingargjaldið er 80.000 kr. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is

Lámarksfjöldi 12, hámark 16

Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir og Elinas Jackson

Verð: 849.000* (hægt að kaupa bara Inka slóð gönguferð fyrir 519.000)

*miðað við tvíbýlí, aukagjald vegna einbýli er 100.000 kr

Innifalið í verði:

  • Undirbúningsfundur

  • Akstur til og frá flugvelli að hóteli í Cusco

  • Skoðunarferð í Cusco

  • Skoðunarferð í "Hin heilaga dal (Sacred Valley)"

  • Gisting 3 nætur á hóteli í Cusco með  morgunmat

  • Gisting 1 nótt á hóteli í Ollantaytambo með morgunmat

  • Gönguferð um Inka slóða 5 dagar

  • Gisting í 2ja manna tjöldum í gönguferð um Inka slóð

  • Allur matur í gönguferð um Inka slóð

  • Kokkur og burðamenn

  • Tjöld og dýnur

  • Gisting 1 nótt í Agues Calientes

  • Aðgangur í Machu Picchu

  • Aðgangur á Huayna Picchu

  • Akstur að upphafsstað göngu og til baka á hótel í Cusco

  • Aðgangur og akstur á Regnbogafjall

Auka ævintýri frá Cusco til Bólivíu

  • Rúta til Puno

  • Skoðunarferð um Fljótandi eyjarnarnar

  • Gisting 1 nótt á hóteli í Puno með morgunmat

  • Rúta frá Puno til Cobacabana

  • Gisting 1 nótt á hóteli í Cobacabana með morgunmat

  • Skoðunarferð á Sólareyju (Isla del Sol)

  • Rúta frá Copacabana til La Paz

  • Gisting 3 nætur á hóteli í La Paz með morgunmat

  • Skoðunarferð í La Paz

  • 3ja daga ferð um saltslétturnar í sérútbúnum 4x4 jeppum

  • Gisting 2 nætur á hóteli með morgunmat (í ferð um saltslétturnar)

  • Gisting 1 nótt á hóteli í Uyuni

  • Akstur til og frá flugvelli á hótel í La Paz

  • Akstur til og frá flugvelli í Lima

  • Skoðunarferð í Lima

  • Gisting 2 nætur á hóteli í Lima

  • Íslensk og erlend fararstjórn 

Ekki innifalið í verði:

  • Flug til Perú og Bólivíu - Ferðasetrið leiðbeinir á kaup á flugi

  • Annar matur sem er ekki talinn upp í dagskrá

  • Þjórfé

  • Vegabréfsáritun 

  • Ferða-, slysa- og farangurstrygging

Dagskrá:

Dagur 1. Þriðjudagur 12. maí 2026

Velkomin til Perú. Ferðin byrjar í Cusco. Frjáls dagur

Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat

Dagur 2. Miðvikudagur 13. maí 2026

Skoðunarferð um Cusco

Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat og skoðunarferð með leiðsögn

Dagur 3. Fimmtudagur 14. maí 2026

Skoðunarferð í "Hin heilaga dal - Sacred Valley"​

Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat, akstur, skoðunarferð með leiðsögn

Dagur 4. Föstudagur 15. maí 2026

Þá er það fyrsti göngudagurinn. Gengið

Gönguvegalengd: 11 km

Gönguhækkun:

Tjaldbúðir:

Innifalið: Morgun- hádegis- og kvöldmatur, gisting í tjaldi og leiðsögn

Dagur 5. Laugardagur 16. maí 2026

2Gengið

Gönguvegalengd: 10 km

Gönguhækkun:

Tjaldbúðir:

Innifalið: Morgun- hádegis- og kvöldmatur, gisting í tjaldi og leiðsögn

Dagur 6. Sunnudagur 17. maí 2026

3Gengið

Gönguvegalengd: 12 km

Gönguhækkun:

Tjaldbúðir:

Innifalið: Morgun- hádegis- og kvöldmatur, gisting í tjaldi og leiðsögn

Dagur 7. Mánudagur 18. maí 2026

4Gengið

Gönguvegalengd: 9 km

Gönguhækkun:

Tjaldbúðir:

Innifalið: Morgun- hádegis- og kvöldmatur, gisting í tjaldi og leiðsögn

.

Dagur 8. Þriðjudagur 18. maí 2026

Machu Picchu og HP

Gönguvegalengd: 11 km

Gönguhækkun:

Tjaldbúðir:

Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat, aðgangur að Machu Picchu og Huayna Picchu, Akstur á hótel í Cusco

Dagur 9. Miðvikudagur 19. maí 2026

Við byrjum snemma. Akstur að Regnbogafjalli

Gönguvegalengd: 11 km

Gönguhækkun:

Innifalið: Gisting á hóteli með morgunmat, akstur og leiðsögn á fjallið

Dagur 10. Fimmtudagur 20. maí 2026

Frjáls dagur í Cusco til kl.20. Hópurinn tekur rútu til Puno kl.21.30. Glæsilegar rútur þar sem hægt er að leggja sætin niður og leggja sig.

Innifalið: Akstur til Puno

Dagur 11. Föstudagur 21. maí 2026

Við erum að koma til Puno um kl.6, fáum okkur morgunmat áður en við byrjum skoðunarferð um Fljótandi eyjarnar. Frjáls tími í Puno og gisting á hóteli.

Innifalið: Skoðunarferð um Fljótandi eyjarnar með leiðsögn. Gisting á hóteli með morgunmat

Dagur 12. Laugardagur 22. maí 2026

Akstur til Copacabana, erum komin þangað rétt Frjáls tími og gisting á hóteli með morgunmat

Innifalið: Akstur og gisting á hóteli með morgunmat

Dagur 13. Sunnudagur 23. maí 2026

Eftir morgunmat er frjáls tími áður en við erum keyrð á flugvöllinn. Hægt að kaupa safarí og Zansibar aukalega.

Heimkoma + 1 dagur (10. febrúar 2025)

Innifalið: Morgunmatur og akstur á flugvöll

Dagur 13. Sunnudagur 9. febrúar 2025 - þau sem ætla í safarí eftir gönguna

Eftir morgunmat pökkum við saman farangrinum okkar. Keyrum í Tarangire þjóðgarðinn á opnum 4x4 sérútbúnum safarí jeppum. Í þjóðgarðinum upplifum við hið magnaða villta dýralíf. Eftir daginn keyrum við á hótel í Karatu þar sem við gistum í 2 nætur.

Innifalið: Morgun- og hádegismatur, hótelgisting, leiðsögn og akstur

Dagur 14. Mánudagur 10. febrúar 2025

Eftir morgunmat keyrum við inn á Ngorongoro náttúruverndarsvæðið sem er á heimslista UNESCO. Heimsækum Massai ættbálkinn. Keyrum niður í Ngorongoro gíginn sem er stærsta askja heims. Skoðum villta dýralífið á svæðinu.

Innifalið: Morgun- og hádegismatur, hótelgisting, leiðsögn og akstur

Dagur 15. Þriðjudagur 11. febrúar 2025

Eftir morgunmat pökkum við saman farangrinum okkar og höldum aftur til Arusha. Á leiðinni skoðum við listagallerí og endum þennan dag á að fara og sjá kaffirækt, beint frá bónda í bolla. Fyrir þau sem ekki fara á Zansibar, er farið á hótel og flogið til Íslands 12. febrúar. Fyrir þau sem fara á Zansibar er flogið seinni partinn.

Innifalið: Morgunmatur, hótelgisting, leiðsögn og akstur

Dagur 16. Miðvikudagur 12. febrúar 2025

Fyrir þau sem ætla ekki á Zanzibar. Flug til Íslands. Akstur á flugvöll. Heimkoma + 1 dagur (14. febrúar 2025)

bottom of page