UPPSELT Mont Blanc 23-30.7 2024
UPPSELT er í ferðina en hægt er að skrá sig á biðlista hér:
Ein allra vinsælasta gönguleið í Evrópu, umhverfis Mont Blanc eða Tour du Mont blanc (TMB). Krefjandi gönguleiðir með dáleiðandi útsýni yfir jökla, bratta dali og auðvitað Mont Blanc sjálft. Í þessari lúxus ferð byrjum við og endum daginn á jógateygjum. Göngum fallegustu gönguleiðirnar á hringnum að okkar mati. Við göngum frá Frakklandi yfir til Ítalíu og aftur til Frakklands þar sem við endum ferðina í Chamonix á 5 stjörnu Spa á þremur hæðum með stórkostlegu fjalla útsýni. Gist verður á 3ja og 4ra stjörnu hótelum alla ferðina í tvíbýli nema eina nótt í fjallaskála. Farangur er trússaður á milli gististaða, akstur á milli Courmayeur og Chamonix.
Þetta eru langar og krefjandi gönguleiðir, göngum c.a 20 km á dag og yfir 1000 metra hækkun. Þátttakendur þurfa að vera í góðu formi fyrir þessa ferð. Þótt að farangur sé trússaður á milli gististaða þá eru dagsleiðirnar mjög krefjandi.
Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir