
UPPSELT Mont Blanc 23-30.7
UPPSELT er í ferðina en hægt er að skrá sig á biðlista hér:
Ein allra vinsælasta gönguleið í Evrópu, umhverfis Mont Blanc eða Tour du Mont blanc (TMB). Krefjandi gönguleiðir með dáleiðandi útsýni yfir jökla, bratta dali og auðvitað Mont Blanc sjálft. Í þessari lúxus ferð byrjum við og endum daginn á jógateygjum. Göngum fallegustu gönguleiðirnar á hringnum að okkar mati. Við göngum frá Frakklandi yfir til Ítalíu og aftur til Frakklands þar sem við endum ferðina í Chamonix á 5 stjörnu Spa á þremur hæðum með stórkostlegu fjalla útsýni. Gist verður á 3ja og 4ra stjörnu hótelum alla ferðina í tvíbýli nema eina nótt í fjallaskála. Farangur er trússaður á milli gististaða, akstur á milli Courmayeur og Chamonix.
Þetta eru langar og krefjandi gönguleiðir, göngum c.a 20 km á dag og yfir 1000 metra hækkun. Þátttakendur þurfa að vera í góðu formi fyrir þessa ferð. Þótt að farangur sé trússaður á milli gististaða þá eru dagsleiðirnar mjög krefjandi.
Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir
Innifalið í verði:
-
Undirbúningsfundur
-
Akstur til og frá flugvelli að hóteli
-
Gisting í 4 nætur á 3ja stjörnu hóteli í Chamonix með morgunmat
-
Gisting í 2 nætur á 3ja og 4ra stjörnu hóteli í Les Contamines og Courmayeur með morgumat
-
Gisting 1 nótt í fjallaskála með morgunmat og kvöldmat
-
Aðgangur í alla kláfa
-
Aðgangur í allar strætóferðir
-
Aðgangur í 5 stjörnu Spa, léttar veitingar og drykkur
-
Trúss á farangri milli gististaða
-
Akstur frá Courmayeur til Chamonix
-
Íslensk fararstjórn
Ekki innifalið í verði:
-
Flug til Genf - Ferðasetrið á bókað flug með Icelandair
-
Forfallatrygging
-
Farangurs-, ferða og slysatrygging
-
Allur annar matur sem er ekki talinn upp og nesti á göngudögum.
Dagskrá
Dagur 1 - 23.7 - Ferðadagur flug frá Íslandi til Genf
Við lendum í Genf um hádegið. Erum sótt á flugvöllin og keyrð á hótel í Chamonix.
Frjáls dagur.
Innifalið: Akstur og hótelgisting
Dagur 2 - 24.7 - Chamonix - Le Brévent - Le Blanc - Chamonix
Eftir morgunmat förum við í Kláf alveg upp á Le Brévent (2526m), drekkum í okkur óviðjafnanlegt útsýni Mont Blanc. Göngum þaðan eftir hlíðum Chamonix yfir að fallegustu vötnum Alpana, Lac Blanc og Lac Chesery. Göngum að Refuge la Flégére og töku kláfinn niður.
Gönguvegalengd:17 km
Gönguhækkun: 850 m
Göngutími: 8 klst
Innifalið: Gisting á hóteli, kláfur og leiðsögn
Dagur 3 - 25.7 -
Eftir morgunmat tökum við stræto til Les Houches og tökum Bellevue kláfinn upp í 1800 metra. Göngum þaðan upp í Fjallaskarðið col de Tricot (2120 m) og niður til Les Contamines.
Gönguvegalengd: 13 km
Göngnuhækkun: 700 metrar hækkun
Göngutími: 8 klst
Innifalið: Gisting á hóteli, strætó, kláfur og leiðsögn
Dagur 4 - 26.7 Les Contamines - Les Chapieux
Eftir morgunmat göngum við til enda Montjoie dalsins til Les Chapieux dalsins. Þetta er langur dagur þar sem við göngum yfir tvö fjallaskörð, Col du Bonhomme (2329 m) og Col du Croix du Bonhomme (2443 m) áður en við göngum niður í síma- og netsambandsleysi í Chapieux. Ein fallegasta gönguleiðin á hringnum með stórbrotnu útsýni.
Gönguvegalend: 19 km
Gönguhækkun: 1400 m
Göngutími: 9 klst
Innifalið: Gisting á fjallahóteli, kvöldmatur og leiðsögn
Dagur 5 - 27.7 - Les Chapieux - Combal
Eftir morgunmat, tökum við strætó í næsta þorp, Ville des Glacier þar sem við byrjum göngu upp í fjallaskarðið Col de la Seigne (2516 m)sem er á landamærum Frakkaland og Ítalíu. Þegar á toppinn er komið er verðlaunin, einstaklega fallegt útsýni yfir Mont Blanc og Aiguille Noire. Við göngum niður dalinn og tökum hádegismat í Rifugio Elisabette. Göngum síðan áfram niður dalinn og gistum í fjallaskálanum Combal
Gönguvegalengd: 15 km
Gönguhækkun: 1000 m
Göngutími: 7 klst
Innifalið: Gisting í skála, morgunmatur, strætó, kvöldmaturog leiðsögn
Dagur 6 - 28.7 Combal - Courmayeur - Chamonix
Eftir morgunmat göngum við frá Combal niður í Courmayeur þar sem við tökum hádegismat. Eftir hádegismat göngum við í gegnum lerkiskóglendi þar til við komum upp að Refuge Bertoni (1989 m) þar opnast eitt fallega útsýni á þessum gönguhring með Mont Blanc og Grands Jorasses beint fyrir ofan dalinn Val Ferret. Við göngum eftir hlíðinni að Bonatti skálanum (2025 m) áður en við hefjum niðurgöngu þar sem við erum sótt og keyrð aftur til Chamonix í gegnum Mont Blanc fjallið.
Gönguvegalengd: 19 km
Gönguhækkun: 1000 m
Göngutími: 9 klst
Innifalið: Gisting á hóteli, akstur og leiðsögn
Dagur 7 - 29.7 - Chamonix
Við ætlum að njóta á 5 stjörnu spa sem er á 3 hæðum og síðan er frjáls dagur í Chamonix. Lokakvöldverður
Innifalið: Gisting á hóteli, aðgangur að spa, léttar veitingar og drykkur.
Dagur 8 - 30.7 - Ferðadagur
Eftir morgunmat pökkum við saman fyrir heimför. Akstur á flugvöll í Genf. Flug til Keflavíkur kl. 14.00.
Innifalið: Gisting á hóteli og akstur