
Madeira “Havaí” Evrópu – Kvenna heilsuferð: jóga og göngur
16. september 2025
8 dagar
frá 399.000 kr
Madeira perla Atlantshafsins er ein af vinsælustu áfangastöðum í Evrópu. Þar finna allir eitthvað við sitt hæfi þar sem mjög auðvelt er að blanda saman, afslöppun, menningu, göngum og jóga. Eyjan tilheyrir Portúgal og hluti þess er á heimsminjaskrá UNESCO. Hún er þekkt fyrir mikla náttúrufegurð og milt loftslag allt árið. Gróskumikil fjöll, suðræn náttúra, háir kletta og oddhvassir tindar. Þrátt fyrir að vera lítil eyja, býður Madeira upp á fjöldann allan af dáleiðandi náttúruperlum. Áhugaverðir staðir eins og Pico do Arieiro og Cabo Girão, sem eru með einstök útsýni, eru aðdráttarmerki fyrir ferðamenn. Funchal höfuðborgin er uppfull af sögu og menningu eyjarinnar, þar sem gamalt blandast nýju.
Hugarsetrið og Hugarþol í samstarfi við Ferðasetrið ætla Endurvekja Lífskraftinn í þessari kvenna heilsuferð. Ferðin er sambland af fræðslu, jóga og göngum. Í ferðinni þá kenna þær Edith og Kolla námskeiðið: Að endurvekja lífskraftinn, hægt að lesa hér.
Einnig verður námskeiðið Hugarró og slökun kennt í ferðinni. Edith Gunnarsdóttir hjá Hugarsetrinu er með einu íslensku rannsóknina sem gerð hefur verið um áhrif jóga og jóga nidra á streitu, kvíða og þunglyndi. Hægt að lesa hér.
Markmiðið er að skapa djúpa slökun, innri ró og betri líðan með því að sameina öflugar aðferðir sem auðvelt er að yfirfæra á daglegt líf. Þátttakendur öðlast reynslu og valdeflandi verkfæri til að efla jákvæða heilsu og vellíðan, bæði til skamms og langs tíma. Í gegnum námskeiðið fá þátttakendur tækifæri til að:
• Læra aðferðir til að draga úr streitu og álagi í daglegu lífi
• Byggja upp innri ró og jafnvægi
• Upplifa verkfæri sem stuðla að betri líkamlegri og andlegri heilsu
Kennslan hentar öllum, óháð fyrri reynslu eða bakgrunni, sem vilja staldra við, endurheimta orku og öðlast nýjar leiðir til vellíðunar. Þessi ferð er frábært tækifæri til að stíga út úr hraða hversdagsins og tileinka sér hugleiðslu, jóga og slökun sem leiðir til meiri vellíðunar og vonar í lífinu. Hentar fyrir alla sem vilja auka vellíðan og jafnvægi.
Í þessari ferð er nánast allt innifalið. Gist verður á 5 stjörnu lúxus hóteli þar sem allt er innifalið í mat og drykk.
Riu Hótel:
-
Allt innifalið í mat og drykk (drykkir í boði 24 klst á sólarhring)
-
Skemmtidagskrá 6 daga vikunnar
-
Ræktarsalur
-
Gufubað
-
Tennisvöllur
-
Tvær útisundlaugar og einn er upphituð yfir vetrartímann
-
Innisundlaug upphituð
-
Frítt wifi
-
Spa og nudd gegn gjaldi
-
10 km frá flugvelli
-
13 km frá Funchal höfuðborginni
-
2 km í næsta bæ
-
50 m í strætóstöð
-
10 m að sjó
Greiða þarf staðfestingargjald til að festa sæti við bókun, staðfestingargjaldið er 49.000 kr og er óendurkræft. Lokagreiðsla 350.000 þarf að greiða fyrir 16.7.2025. Hægt að skipta greiðslum niður. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is.
Lágmarksfjöldi 16, hámark 22
Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir og Kolbrún Magnúsdóttir
Verð: 399.000 kr*
*miðað við tvíbýlí, aukagjald vegna einbýli er 100.000 kr
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Kennarasamband Íslands veita styrki til félagsmanna sinna vegna námskeiða og ferða sem stuðla að sjálfstyrkingu.
Innifalið í verði:
-
Flug til Madeira
-
1x 10 kg handfarangur og 1x 20 kg innrituð taska
-
Akstur til og frá flugvelli að hóteli
-
Gisting í 7 nætur á 5 stjörnu lúxushóteli þar sem allt er innifalið í mat og drykk
-
Námskeiðið: Að Endurvekja Lífskraftinn (verðmæti 99.900 kr.)
-
Námskeiðið: Hugarró og slökun (verðmæti 69.900)
-
Jóga, hugleiðslur og öndunaræfingar
-
1 gönguferð
-
2 fararstjórar
Ekki innifalið í verði:
-
Ferða-, slysa- og farangurstrygging
-
Forfallatrygging
-
Skoðunarferðir (hægt að fara í margar skoðurnarferðir um eyjuna)
-
Þjórfé
Dagskrá:
Dagur 1. Þriðjudagur 16. september. Ferðadagur
Ferðadagur, flug frá Íslandi til Madeira kl. 9. Lendum í Madeira kl. 13:55. Akstur á hótel og frjáls dagur
Innifalið: Akstur, allur matur og drykkir á hóteli
Dagur 2. Miðvikudagur 16. september. Jóga og námskeið
Byrjum daginn á léttum yin jóga teygjum fyrir morgunmat. Morgunmatur. Námskeiðið: Að endurvekja lífskraftinn. Hádegismatur og jóga nidra. Frjáls dagur eftir kl.14
Innifalið: Jóga, gisting, matur og drykkir á hóteli
Dagur 3. Fimmtudagur 17. september. Jóga, ganga frá Riberio Frio til Portela
Byrjum daginn á léttum yin jóga teygjum fyrir morgunmat. Morgunmatur. Ganga frá Riberio Frio til Portela Pass með fræðslu, hugleiðslu og jóga. Frjáls dagur eftir kl.14
Gangan frá Ribeiro Frio til Portela sem er ein af mörgum fjölbreyttu og dásamlegum gönguleiðum á eyjunni. Ribeiro Frio eða djúpi dalurinn sem þýðir „kalda áin“, er einn sá merkilegasti á Madeira, gönguleið sem er meira en tveggja alda gömul. Hún býður upp á einstakt útsýni yfir græna skóga, fossa og stöðuvatn.
Við byrjum göngu niður og í gegnum Laurisilva skóginn Þessi undraverði skógur er þekktur fyrir líffræðilegan fjölbreytileika og veitir áhugaverða innsýn í hvernig öll eyjan hefði litið út fram að síðasta jökli. Skógarnir eru verndaðir af UNESCO og næstum allar plöntur og dýr sem við sjáum eru eingöngu í þessum skógi.
Þessi gönguleið er um 11 km, 250 m LÆKKUN og tekur um 4 tíma, fer eftir ferðahraða og fjölda stoppa. Hentar flestum þar sem engin hækkun er í þessari ferð.
Innifalið: Jóga, gisting, matur og drykkir á hóteli og gönguferð
Dagur 4. Föstudagur 18. september. Frjáls dagur
Tilvalið að skoða eyjuna
Innifalið: Gisting, matur og drykkir á hóteli
Dagur 5. Laugardagur 19. september. Jóga og námskeið
Byrjum daginn á léttum yin jóga teygjum fyrir morgunmat. Morgunmatur. Námskeiðið: Að endurvekja lífskraftinn. Hádegismatur og jóga nidra. Frjáls dagur eftir kl.14
Innifalið: Jóga, gisting, matur og drykkir á hóteli
Dagur 6. Sunnudagur 20. september. Jóga og námskeið
Byrjum daginn á léttum yin jóga teygjum fyrir morgunmat. Morgunmatur. Námskeiðið: Að endurvekja lífskraftinn. Hádegismatur og jóga nidra. Frjáls dagur eftir kl.14
Innifalið: Jóga, gisting, matur og drykkir á hóteli
Dagur 7. Mánudagur 21. september. Frjáls dagur
Tilvalið að skoða eyjuna
Innifalið: Jóga, gisting, matur og drykkir á hóteli
Dagur 8. Þriðjudagur 22. september. Ferðadagur
Frjáls dagur til hádegis. Ferðadagur, flug frá Madeira til Ísland kl. 14:55. Lendum á Íslandi kl. 20:20.
Innifalið: Matur og drykkir á hóteli og akstur á flugvöll