top of page
IMG_8234[2339].jpg

Fjallaspor - Gönguhópur fyrir þau
sem vilja fara hægar yfir

Fjallasporið er gönguhópur fyrir þau sem vilja gera útivist að lífsstíl og komast í gott fjallgönguform. Markmiðið er að hafa gaman á fjöllum og njóta íslenskrar náttúru í skemmtilegum hópi, læra nýjar gönguleiðir, fá fræðslu um ferðahegðun og öryggi í fjallgöngum. Gönguhópurinn er ætlaður þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref  í fjallgöngum eða vilja fara hægar yfir. Þátttakendur þurfa ekki að hafa reynslu af fjallgöngum til þess að vera með. 

Gönguhópurinn fer í skemmtilegar og þægilegar göngur nálægt höfuðborgarsvæðinu. Gengið verður á þriðjudagskvöldum og einn laugardag í mánuði samtals 13 göngur. Við byrjum þriðjudaginn 12.9 og síðasta ganga hópsins er laugardaginn 25.11, en þá ætlum við einnig að fara á jólahlaðborð beint eftir gönguna og klára haustönnina með stæl. Kvöldgöngurnar á þriðjudögum byrja kl. 18 og laugardags göngurnar byrjar kl. 9 eða 10. Verð 64.900 kr, hjón eða par fá 10% afslátt. Þeir sem eru skráðir í gönguhópa hjá Ferðasetrinu veturinn 2023-24 fá afslátt af ferðum og öðrum verkefnum hjá Ferðasetrinu. Flest stéttarfélög og vinnustaðir taka þátt í niðurgreiðslu á fjallaverkefnum.

Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir og Rakel Magnúsdóttir

Verð 64.900 kr

Dagskrá:

12.09 Skógarganga - 6 km/100 m

19.09 Umhverfis Sogin - 5 km/250 m 

26.09 Reykjafell - 4 km/200 m

30.09 Glymur - 7 km/400 m

03.10 Nípa - 5 km/200

10.10 Hattur og Arnarvatn - 6 km/300 m

17.10 Skálafell  6 km/300 m

24.10 Búrfellsgjá - 5 km/300 m

28.10 Þyrill - 8 km/550 m

07.11 Selfjall og Sandfell - 6 km/300 m

14.11 Vatnahringur - 7 km/200 m

21.11 Gálgahraun - 7 km/50 m

25.11 Eldvörp og jólahlaðborð *- 11 km/300 m

*Jólahlaðborð greiðist sér

**Ferðasetrið áskilur sér rétt til að breyta göngum vegna veðurs

bottom of page