top of page
IMG_8151[2337].jpg

UPPSELT - Fjallasæla - Gönguhópur fyrir þau sem
hafa reynslu af fjallgöngum

Fjallasæla er gönguhópur fyrir þau sem vilja gera útivist að lífsstíl. Markmiðið er að hafa gaman á fjöllum og njóta íslenskrar náttúru í skemmtilegum hópi og kynnast nýjum gönguleiðum. Göngurnar eru allar flokkaðar sem meðal erfiðar göngur og meðal erfið fjöll/gönguleiðir. Gönguhópurinn er ætlaður þeim sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum.

​​

Haustið 2023 ætlar gönguhópurinn Fjallasæla að byrja á ævintýraferð inn í Landmannalaugar, slá upp grillveislu og gista í Landmannahelli.  Gengið verður annað hvert miðvikudagskvöld og annan hvern laugardag í sömu vikunni og frí hina vikuna, samtals 15 göngur. Við byrjum laugardaginn 1.9 og síðasta ganga hópsins er laugardaginn 2.12 ,en þá ætlum við einnig að fara á jólahlaðborð beint eftir gönguna og klára haustönnina með stæl.  Kvöldgöngurnar á miðvikudögum byrja kl.18 og laugardags göngurnar byrjar kl. 9 eða 10. Verð 74.900kr, hjón eða par fá 10% afslátt. Þeir sem eru skráðir í gönguhópa vetur 2023-24 fá afslátt af ferðum og öðrum verkefnum hjá Ferðasetrinu. Flest stéttarfélög og vinnustaðir taka þátt í niðurgreiðslu á fjallaverkefnum.

Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir og Rakel Magnúsdóttir

Verð 74.900 kr​

Dagskrá:

04.09 Katlagil og Vestari Hjálmur - 6 km/370 m

20.09 Mosfell - 5 km/200 m

23.09 Skálafell Mosfellsheiði - 7 km/400 m

04.10 Móskarðshnúkar - 7 km/700 m

07.10 Skessuhorn - 11 km/700 m

13.10 Helgi föstud.-sunnud. Haustlitaferð í Þórsmörk 

18.10 Vífilsfell - 6 km/500 m

21.10 Hafursey og Hatta - 11 km/900 m

01.11 Þverárkotsháls - 5 km/400 m

04.11 Kattartjarnaleið**- 16 km/500 m

15.11 Miðdegishnúkur - 7 km/200 m

18.11 Ólafsskarðsvegur**- 22 km/300 m

29.11 Gálgahraun - 7 km/50 m

02.12 Gullbringuhringur- 10 km/450 m

           og jólahlaðborð*** 

*Gisting greiðist sér

**Rúta greiðist sér

***Jólahlaðborð greiðist sér

****Ferðasetrið áskilur sér rétt að breyta ferð vegna veðurs

bottom of page