top of page
IMG_2975[2327]_edited.jpg

Sumarsæla á Esjunni

Það er fátt sem toppar góða fjallgöngu á fallegu sumarkvöldi svo ekki sé talað um útsýni af íslenskum fjöllum. Sumarsæla á Esjunni inniheldur fjórar fjallgöngur í júní. Þrjár kvöldgöngur á mánudegi og eina dagsferð á laugardegi. Tilvalið fyrir þau sem vilja kynna sér fleiri gönguleiðir á Esjunni og koma sér í betra gönguform fyrir sumarið 2023. Þátttakendur koma sér sjálfir að upphafsstað göngu. Þátttakendur verða að hafa einhverja reynslu af fjallgöngum til þess að skrá sig. Því miður er ekki í boði að kaupa stakar göngur.

Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir og Rakel Magnúsdóttir

Verð: 19.900 kr​

Innifalið í verði:

  • Fararstjórn

  • Undirbúningsfundur

Dagskrá: 

Mánudagur 5.6 2023

Kerhólakambur Esjunni

6 km, 800 metra hækkun og tekur um 3 - 4 klst

Mánudagur 12.6 2023

Múli og Trana Esjunni

8 km, 700 metra hækkun og tekur um 3 - 4 klst

Mánudagur 19.6 2023

Kistufell Esjunni

10 km, 800 metra hækkun og tekur um 3 - 4 klst

Laugardagur 24.6 2023

Hátindur, Laufskörð og Móskarðahnúkar

15 km, 1000 metrar og tekur um 6 - 7 klst

bottom of page