Tansanía - Safarí & Zansibar
15. ágúst 2025
12 dagar
frá 849.900 kr
Ógleymanlegt ferðalag um Austur Afríku þar sem þú upplifir margar af fallegustu perlum sem Tansanía hefur upp á að bjóða í einni ferð. Tansanía er mjög framandi og heillandi land, sambland af ævintýri og slökun. Í þessari ferð ætlum við að byrja á safarí og skoða allt það fjölbreytta og framúrskarandi villta dýralíf sem Tansaníu býður upp á. Skoða stærstu öskju heims Ngorongoro gíginn sem er á heimslista UNESCO og við heimsækjum Massai ættbálkinn. Við endum síðan ferðina á slökun á Zansibar, eyjuna sem er þekkt fyrir afslappað umhverfi, fallegar strendur, fagurbláan sjó og einstaka menningu.
Gist er á 3ja stjörnu hóteli í Arusha fyrir og eftir safari. Planet Lodge Arusha, hægt að skoða hótelið hér. Hótelið er mjög sjarmerandi og flott, herbergin eru lítil hús í grónum og fallegum garði.
Gist er á 4ra stjörnu hóteli í safari ferðinni, Heart and Soul lodge, hægt að skoða hér. Einstaklega vinarlegt og þægilegt hótel, maturinn ótrúlega góður og ferskur þar sem hótelið ræktar allt krydd, ávexti og grænmeti á svæðinu þar sem hótelið er staðsett.
Gist er á 5 stjörnu lúxus hóteli á Zansibar, Riu Jambo, hægt að skoða hér. Þar sem ALLT er INNIFALIÐ. Hótelið býður upp á allskyns frítt sjósport og skemmtidagskrá alla daga. Hótelið er staðsett á Nuwunga ströndinni sem er á norðurhluta eyjunnar þar sem fallegustu og hreinustu strendurnar eru.
Flogið er með Icelandair og Qatar. Innifalið 1x 23 kg taska og 1x 10 kg handfarangur. Töskurnar eru tékkaðar inn alla leið til Tansaníu þannig farþegar þurfa ekkert að spá í farangri á milli flugleiða.
Hápunktur ferðarinnar:
-
Tarangire þjóðgarðuinn
-
Villt dýr í sínu náttúrulega umhverfi
-
Ngorongoro náttúruverndarsvæði sem er á heimslista UNESCO
-
Massai ættbálkurinn
-
Zansibar
Greiða þarf staðfestingargjald til að festa sæti við bókun, staðfestingargjaldið er kr. 100.000 og er óendurkræft. Greiða þarf ferðina fyrir 7. desember.. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is
Lámarksfjöldi 12, hámark 18
Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir
Verð: 849.900 kr*
*miðað við tvíbýli, aukakostnaður fyrir einbýli er 80.000 kr
Innifalið í verði:
-
Flug til Tansaníu
-
Akstur til og frá flugvelli að hóteli í Arusha og Zansibar
-
Þjóðgarðsgjöld fyrir safarí ferðir
-
Flug til Zansibar
-
Gisting á 5 stjörnu hóteli í Arhusa: 3 nætur með morgunmat
-
Gisting á 4 stjörnu hóteli í safarí: 2 nætur með morgunmat
-
Gisting á 5 stjörnu lúxus hóteli á Zansibar: 5 nætur þar sem allt er innifalið, allur matur, drykkir og sjósport
-
Akstur og leiðsögn í safarí ferð á opnum 4x4 sérútbúnum jeppum
Ekki innifalið í verði:
-
Forfallatrygging
-
Farangurs-, ferða og slysatrygging
-
Vegabréfsáritun til Tansaníu
-
Þjórfé
-
Hádegis- og kvöldmatur í Arusha
-
Kvöldmatur á hóteli í safarí
-
Leigubílar á Zansibar
-
Skoðunarferðir á Zansibar
Dagskrá:
Dagur 1. Föstudagur 6. júní 2025
Ferðadagur, flug frá Íslandi til Tansaníu.
Dagur 2. Laugardagur 7. júní 2025
Velkomin til Tansaníu. Ævintýrið byrjar í Arusha, akstur á hótel og frjáls tími. Upplýsingafundur með fararstjórum ferðarinnar kl. 18.
Innifalið: akstur, hótelgisting, morgunmatur
Dagur 3. Sunnudagur 8. júní 2025
Eftir morgunverð á hótelinu pökkum við saman farangrinum okkar. Keyrum í Tarangire þjóðgarðinn á opnum 4x4 sérútbúnum safarí jeppum. Í þjóðgarðinum upplifum við hið magnaða villta dýralíf. Eftir daginn keyrum við á hótel í Karatu 2 nætur.
Innifalið: gisting á hóteli, morgun- og hádegismatur. Leiðsögn og akstur
Dagur 4. Mánudagur 9. júní 2025
Eftir morgunverð á hótelinu keyrum við inn á Ngorongoro náttúruverndarsvæðið sem er á heimslista UNESCO. Heimsækjum Massai ættbálkinn. Keyrum niður í Ngorongoro gíginn sem er stærsta askja heims. Skoðum villta dýralíf á svæðinu. Eftir daginn keyrum við til baka á hótel í Karatu.
Innifalið: gisting á hóteli, morgun og hádegismatur. Leiðsögn og akstur.
Dagur 5. Þriðjudagur 10. júní 2025
Eftir morgunverð á hótelinu pökkum við saman farangrinum okkar og höldum aftur til Arusha. Á leiðinni stoppum við í listagallerí þar sem hægt er að skoða og kaupa list af heimamönnum. Við endum þennan dag á að fara og sjá kaffirækt, beint frá bónda í bolla. Fljúgum síðan til Zansibar seinni partinn.
Innifalið: gisting á hóteli, morgun og hádegismatur. Leiðsögn, akstur og flug til Zansibar
Dagur 6. Miðvikudagur 11. júní 2025
Frjáls dagur. Flott að slaka á eftir safarí ferðina. Fullt af spa meðferðum í boði (greiðist sér).
Innifalið: allt innifalið á hóteli, matur, drykkir og sjósport
Afþreying: hægt að bóka skoðunarferðir (greiðist sér)
Dagur 7. Fimmtudagur 12. júní 2025
Frjáls dagur.
Innifalið: allt innifalið á hóteli, matur, drykkir og sjósport
Afþreying: hægt að bóka skoðunarferðir (greiðist sér)
Dagur 8. Föstudagur 13. júní 2025
Frjáls dagur. Í boði að fara á The Rock veitingastað sem er staðsettur úti á kletti í Indlandshafi.
Innifalið: allt innifalið á hóteli, matur, drykkir og sjósport. Rúta á The Rock
Afþreying: hægt að bóka skoðunarferðir (greiðist sér)
Dagur 9. Laugardagur 14. júní 2025
Frjáls dagur.
Innifalið: allt innifalið á hóteli, matur, drykkir og sjósport
Afþreying: hægt að bóka skoðunarferðir (greiðist sér)
Dagur 10. Sunnudagur 15. júní 2025
Frjáls dagur til kl.12 en þá bókum við okkur út og leggjum af stað út á flugvöll, eigum flug aftur til Arusha
Innifalið: allt innifalið á hóteli á Zansibar, matur, drykkir og sjósport. Gisting á hóteli í Arusha
Dagur 11. Mánudagur 16. júní 2025
Ferðadagur, flug frá Tansaníu til Íslands. Flug kl. 9.10 með Qatar til Doha, þaðan til Osló og síðan til Íslands með Icelandair.
Innifalið: gisting á hóteli í Arusha með morgunmat og akstur á flugvöll
Dagur 12. Þriðjudagur 17. júní 2025
Lendum í Keflavík kl. 15.05. Velkomin heim